Fjölnir heimsóttu Njarðvíkingar í kvöld á Rafholtsvöllinn í Njarðvík þegar sautjánda umferð Lengjudeildarinnar fór fram í kvöld.
Fjölnismenn héldu að þeir hefði tryggt sér sigurinn undir lok leiks eftir horn en rangstöðuflaggið fór á loft og endaði leikurinn markalaus.
Lestu um leikinn: Njarðvík 0 - 0 Fjölnir
„Ég er ennþá bara brjálaður. Við vorum rændir sigrinum hérna í dag, það er bara þannig." Sagði Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis óhress eftir leikinn í kvöld.
„Skorum mark eftir hornspyrnu og það er dæmt rangstaða á manninn sem stendur hjá markmanninum sem var löngu búin að færa sig þegar við sköllum boltann. Þetta er bara galinn dómur og þetta er bara rándýrt."
„Svörin sem við fáum eftir leik eru að þeir haldi að þetta sé frábær dómur en mögulega hafi þetta verið rangur dómur og þá ætli hann að segja fyrirgefðu en það bara gefur okkur ekki neitt. Þetta eru fjögur stig núna í sumar. Á móti Keflavík nátturlega skorum við eftir horn, Baldvin líka þar sem boltinn er svona meter inni í markinu áður en þeir moka honum út og þeir sjá það ekki en þeir sjá hérna einhvernveginn rangstöðu úr þessu. Þetta er bara algjört rugl og þetta kostar okkur bara tvö stig hérna í dag."
Það hefur myndast umræða sem líkir stöðu Fjölnis við Aftureldingu á síðasta ári og menn bíða eftir að þeir gefi eftir en Úlfur Arnar segist ekki hafa heyrt þá umræðu sérstaklega.
„Mér finnst það eiginlega bara hlægilegt ef þetta er það sem er verið að segja. Afturelding í fyrra voru búnir að vinna held ég 11 af fyrstu 13, tvö jafntefli. Þegar fyrsta tapið kom þá bara hrundi þetta hjá þeim og þeir urðu því miður fyrir barðinu á ósanngjörnu fyrirkomulagi í þessari deild og fara ekki upp en áttu skilið að fara upp."
„Við erum eina liðið í þessari deild sem að er ekki með útlending. Við erum með eitt yngsta ef ekki það yngsta lið í deildinni. Maður fann svolítin meðbyr í byrjun móts að mikið af ungum strákum og fjárhagsörðuleikar og svoleiðis en það er greinilega aðeins búið að snúast núna svolítið narratívan ef að ungu strákarnir eru orðnir einhverjir djöfulsins fantar og farnir að vera teknir afsviðis fyrir leiki og að við séum eitthva að 'choke-a'. Það er nú bara fyndið. Við getum verið hrikalega stoltir af því að vera efstir."
Nánar er rætt við Úlf Arnar Jökulsson í spilaranum hér fyrir ofan.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 21 | 11 | 5 | 5 | 49 - 26 | +23 | 38 |
2. Fjölnir | 21 | 10 | 7 | 4 | 34 - 24 | +10 | 37 |
3. Keflavík | 21 | 9 | 8 | 4 | 33 - 24 | +9 | 35 |
4. ÍR | 21 | 9 | 8 | 4 | 30 - 25 | +5 | 35 |
5. Afturelding | 21 | 10 | 3 | 8 | 36 - 36 | 0 | 33 |
6. Njarðvík | 21 | 8 | 8 | 5 | 32 - 27 | +5 | 32 |
7. Þróttur R. | 21 | 7 | 6 | 8 | 32 - 29 | +3 | 27 |
8. Leiknir R. | 21 | 8 | 3 | 10 | 32 - 33 | -1 | 27 |
9. Grindavík | 21 | 6 | 7 | 8 | 38 - 44 | -6 | 25 |
10. Þór | 21 | 5 | 8 | 8 | 30 - 37 | -7 | 23 |
11. Grótta | 21 | 4 | 4 | 13 | 30 - 48 | -18 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 21 | 2 | 7 | 12 | 21 - 44 | -23 | 13 |