Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 14. nóvember 2019 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ari Freyr: Vonandi koma fleiri og fleiri ungir leikmenn upp
Icelandair
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er súrt, en við eigum einn leik eftir og verðum að gera okkur klára fyrir þessa umspilsleiki í mars," sagði Ari Freyr Skúlason eftir markalaust jafntefli gegn Tyrklandi.

Lestu um leikinn: Tyrkland 0 -  0 Ísland

Ljóst er núna að Ísland fer ekki á EM í gegnum riðilinn. Við þurfum að treysta á Þjóðadeildaumspil sem fram fer í mars.

„Mér fannst við tækla þennan leik fínt. Við hefðum kannski getað sótt aðeins meira á þá undir lokin, en það er ástæða fyrir því að þeir eru bara búnir að tapa á móti okkur taka fjögur stig á móti Frökkum."

„Maður þarf að hafa heppnina með sér líka. Við misstigum okkur á móti Albaníu, töpuðum einu stigi gegn Frökkum. Þetta er búið að vera upp og niður, en við eigum samt að vera stoltir og við ætlum að enda þetta almennilega."

Að lokum sagði Ari: „Það er orðinn vani hjá fólki að við séum í toppbaráttu, en þetta er frábær hópur og frábært lið. Vonandi koma fleiri og fleiri ungir leikmenn upp, og við getum haldið þessu áfram næstu árin."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner