Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 14. nóvember 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eitthvað sem maður hugsaði alltaf um sem lítill strákur á Íslandi"
Fá borgað fyrir klára færi
 Svo lengi sem það er möguleiki þá hefur maður alltaf trú á því. - Orri lék með Gróttu í yngri flokkunum áður en hann hélt til FCK eftir tímabilið 2019.
Svo lengi sem það er möguleiki þá hefur maður alltaf trú á því. - Orri lék með Gróttu í yngri flokkunum áður en hann hélt til FCK eftir tímabilið 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrsta landsliðsmarkinu fagnað.
Fyrsta landsliðsmarkinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigri gegn Manchester United fagnað.
Sigri gegn Manchester United fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er mjög spenntur, framundan eru tveir mjög góðir leikir fyrir okkur og við hlökkum til að geta mátað okkur við þessi lið og spila vel," sagði landsliðsmaðurinn Orri Steinn Óskarsson við Fótbolta.net í dag.

Framundan eru landsleikir gegn Slóvakíu og Portúgal í undankeppni EM. Ísland á nánast enga möguleika á því að fara áfram úr riðlinum jafnvel þó að sigrar vinnist í báðum leikjunum.

Langlíklegast er að Ísland fari í umspil í mars um sæti á EM næsta sumar.

„Eins og kom fram í síðasta verkefni þá þurfum við að vera aðeins meira 'clinical' fyrir framan mark andstæðinganna. Við fengum fullt af færum á móti Lúxemborg og Liechtenstein; hefðum getað skorað fleiri mörk gegn Liechtenstein og klárað leikinn endanlega í fyrri hálfleik á móti Lúxemborg."

„Við þurfum líka að vera aðeins þéttari og fá sem fæst af færum á okkur. Þannig getum við alltaf unnið leiki."

„Það er undir okkur sóknarmönnunum komið að koma okkur í góðar stöður. Á endanum verðum við að koma boltanum inn í markið, það getur verið erfitt, en við fáum borgað fyrir að gera það,"
sagði framherjinn.

Alltaf trú á meðan það er möguleiki
Orri er nítján ára, hann er að gera flotta hluti hjá félagsliði sínu FC Kaupmannahöfn og framundan er möguleiki á því að spila á EM.

„Það er auðvitað eitthvað sem maður hugsaði alltaf um sem lítill strákur á Íslandi. Svo lengi sem það er möguleiki þá hefur maður alltaf trú á því. Ég mun alltaf gefa allt í verkefnið. Möguleikinn á EM er mjög spennandi."

„Strákarnir eru búnir að taka mjög vel á móti mörgum ungum leikmönnum, þeir eru búnir að gera mjög vel að undanförnu og mér líður mjög vel innan hópsins. Þegar mönnum líður vel þá verður auðveldara fyrir menn að koma inn í hópinn og á endanum verðum við sterk heild."

„Mér finnst nú þegar vera kominn góður taktur í liðið, það sést á æfingum, í leikjum og fyrir utan völlinn líka. Það er gott að sjá og þetta verður bara betra og betra með tímanum. Ég efast ekki um að þetta verði mjög gott í mars."

„Það verður geggjað, við erum spenntir fyrri leiknum á móti Slóvakíu og ætlum að ná í þrjú stig,"
sagði Orri.

Orri lék sinn fyrsta landsleik í september og er hann kominn með eitt mark í fyrstu fjórum landsleikjum sínum. Tvisvar sinnum hefur hann verið í byrjunarliðinu í landsliðinu.

Fyrri leikur landsliðsins í þessum landsleikjaglugga verður gegn Slóvakíu í Bratislava á fimmtudag.

Í viðtalinu, sem sjá má í heild sinni í spilaranum efst, ræðir hann einnig um FCK og leikina gegn Manchester United.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner