Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   mið 15. júlí 2020 18:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Þriðji sigur Spurs í fjórum leikjum - Burnley jafnaði á 95.
Bournemouth í slæmri stöðu
Manchester City, Wolves og Tottenham kræktu í dag í þrjú stig þegar liðin unnu sína leiki í ensku úrvalsdeildinni.

Á Turf Moor, heimavelli Burnley, tóku heimamenn á móti Wolves og kom fyrra mark leiksins þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Raul Jimenez skoraði þá eftir frákast og tryggði sínu liði stigin þrjú. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Burnley og lék í sextíu mínútur. Burnley tókst að jafna á 5. mínútu uppbótartíma. Chris Wood skoraði úr vítaspyrnu og tryggði Burnley stig og setti stein í götu Wolves í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Wood fékk fyrirgjöf frá hægri, hann reyndi bakfallsspyrnu en hitti ekki boltann. Matt Doherty fékk boltann í höndina og var það atvik skoðað í VAR eftir að dómarinn dæmdi vítaspyrnu. Dómurinn stóð og Wood skoraði af öryggi.

Á Etihad vellinum tóku heimamenn í Man City á móti Bournemouth. City liðið stýrði leiknum en gestirnir fengu þó sín færi. Bæði mörk City komu í fyrri hálfleik og voru það þeir David Silva og Gabriel Jesus sem skoruðu þau. Bournemouth minnkaði muninn á 88. mínútu þegar Callum Wilson renndi boltanum á David Brooks sem skoraði. Bournemouth var nálægt því að fá eitthvað af stigum í kvöld en tókst ekki að koma boltanum oftar en einu sinni löglega í netið.

Á St. James' Park mætti Jose Mourinho með sína lærisveina í Tottenham í heimsókn. Gestirnir leiddu í hléi þar sem Son skoraði á 27. mínútu. Matt Ritchie jafnaði metin fyrir heimamenn á 56. mínútu áður en Harry Kane kom gestunum yfir rúmum þremur mínútum seinna. Kane innsiglaði svo sigurinn með öðru marki sínu á 90. mínútu.

Tottenham vann sinn annan sigur í röð og er í 7. sæti, Newcastle er í 13. sæti. Þá er Manchester City í 2. sæti á meðan Bournemouth er í fallsæti og er þremur stigum auk markatölu frá öruggu sæti. Watford og West Ham eiga auk þess leik til góða á Bournemouth.

Burnley 1 - 1 Wolves
0-1 Raul Jimenez ('76 )
1-1 Chris Wood ('90 , víti)

Manchester City 2 - 1 Bournemouth
1-0 David Silva ('6 )
2-0 Gabriel Jesus ('39 )
2-1 David Brooks ('88 )

Newcastle 1 - 3 Tottenham
0-1 Son Heung-Min ('27 )
1-1 Matt Ritchie ('56 )
1-2 Harry Kane ('60 )
1-3 Harry Kane ('90 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir
banner
banner