Leeds hefur náð samkomulagi við Newcastle um kaup á enska miðjumanninum Sean Longstaff. Sky Sports greinir frá þessu.
Sky Sports greinir frá þessu en Leeds borgar rúmlega 12 milljónir punda fyrir leikmanninn sem átti eitt ár eftir af samningi sínum hjá Newcastle.
Sky Sports greinir frá þessu en Leeds borgar rúmlega 12 milljónir punda fyrir leikmanninn sem átti eitt ár eftir af samningi sínum hjá Newcastle.
Longstaff er 27 ára gamall og er uppalinn hjá Newcastle. Hann hefur komið við sögu í 214 leikjum og skorað 16 mörk. Hann kom við sögu í 32 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð án þess að ná að skora.
Leeds hefur verið upptekið á leikmannamarkaðnum fyrir átökin í úrvalsdeildinni. Longstaff yrði fimmti leikmaðurinn sem Leeds fær í sumar eftir að varnarmennirnir Sebastiaan Bornauw, Jaka Bijol og Gabriel Gudmundsson komu til félagsins auk þýska framherjans Lukas Nmecha.
Athugasemdir