Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 15. ágúst 2020 19:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sólon settur í erfiða stöðu: Er það ekki bara nei?
,,Skiptir voðalega litlu máli þegar leikurinn er búinn og endar jafntefli
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir átti að fá vítaspyrnu í leiknum þegar brotið var á Vuk undir lok fyrri hálfleiks. Sólon segir þá enga innbyrðiskeppni vera milli sín og Vuk varðandi markaskorun.
Leiknir átti að fá vítaspyrnu í leiknum þegar brotið var á Vuk undir lok fyrri hálfleiks. Sólon segir þá enga innbyrðiskeppni vera milli sín og Vuk varðandi markaskorun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega svekkjandi að missa þetta niður. Við vorum flottir í fyrri en ekki nógu góður í seinni," sagði Sólon Breki Leifsson, leikmaður Leiknis R., eftir markajafntefli gegn Þór í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

Sólon kom að öllum þremur mörkum Leiknis í leiknum. Er hann sáttur með sína frammistöðu eða er það eina sem skiptir máli að vinna leikinn.

„Já það er eina málið. Ég var fínn í fyrri hálfleik og þetta voru fín hlaup. Þetta skiptir voðalega litlu máli þegar leikurinn er búinn og endar jafntefli."

Leiknismenn vildu í tvígang fá vítaspyrnu í leiknum og í bæði skiptin var það Vuk Oskar Dimitrijevic sem féll í teignum. Fannst framherjanum þetta vera víti?

„Mér fannst fyrsta brotið vera pjúra víti en sá ekki seinna. Egill [dómari] var fínn í þessum leik og hef ekkert út á hann að setja."

Sólon var næst settur í erfiða stöðu og var beðinn um sitt mat á því hvort hann sem framherji hefði viljað fá seinna gula spjaldið þegar Guy Smit, markvörður Leiknis, braut á Guðna Sigþórssyni og víti var dæmt.

„Er það ekki bara nei? sagði Sólon og hló.

Vuk hefur nú skorað sjö mörk í deildinni sem er tveimur meira en Sólon. Eru þeir í einhverri keppni innbyrðis?

„Nei ekki neinni, við erum allir bara að gera okkar besta og fyrir mér skiptir það engu hvort að ég skori, Vuk skori eða Bjarki skori."

Hvað þarf Leiknir að gera öðruvísi en liðið gerði í dag í næsta leik gegn Vestra?

„Við þurfum að halda fókus út leikinn og ekki missa dampinn þó að aðeins sé verið að leggja á okkur. Við þurfum að læra að halda forystu."

„Já ég er klár, mjög spenntur að fara vestur," sagði Sólon að lokum aðspurður hvort hann væri klár í næsta leik gegn Vestra á miðvikudag.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner