Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   lau 15. ágúst 2020 19:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sólon settur í erfiða stöðu: Er það ekki bara nei?
,,Skiptir voðalega litlu máli þegar leikurinn er búinn og endar jafntefli
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir átti að fá vítaspyrnu í leiknum þegar brotið var á Vuk undir lok fyrri hálfleiks. Sólon segir þá enga innbyrðiskeppni vera milli sín og Vuk varðandi markaskorun.
Leiknir átti að fá vítaspyrnu í leiknum þegar brotið var á Vuk undir lok fyrri hálfleiks. Sólon segir þá enga innbyrðiskeppni vera milli sín og Vuk varðandi markaskorun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega svekkjandi að missa þetta niður. Við vorum flottir í fyrri en ekki nógu góður í seinni," sagði Sólon Breki Leifsson, leikmaður Leiknis R., eftir markajafntefli gegn Þór í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

Sólon kom að öllum þremur mörkum Leiknis í leiknum. Er hann sáttur með sína frammistöðu eða er það eina sem skiptir máli að vinna leikinn.

„Já það er eina málið. Ég var fínn í fyrri hálfleik og þetta voru fín hlaup. Þetta skiptir voðalega litlu máli þegar leikurinn er búinn og endar jafntefli."

Leiknismenn vildu í tvígang fá vítaspyrnu í leiknum og í bæði skiptin var það Vuk Oskar Dimitrijevic sem féll í teignum. Fannst framherjanum þetta vera víti?

„Mér fannst fyrsta brotið vera pjúra víti en sá ekki seinna. Egill [dómari] var fínn í þessum leik og hef ekkert út á hann að setja."

Sólon var næst settur í erfiða stöðu og var beðinn um sitt mat á því hvort hann sem framherji hefði viljað fá seinna gula spjaldið þegar Guy Smit, markvörður Leiknis, braut á Guðna Sigþórssyni og víti var dæmt.

„Er það ekki bara nei? sagði Sólon og hló.

Vuk hefur nú skorað sjö mörk í deildinni sem er tveimur meira en Sólon. Eru þeir í einhverri keppni innbyrðis?

„Nei ekki neinni, við erum allir bara að gera okkar besta og fyrir mér skiptir það engu hvort að ég skori, Vuk skori eða Bjarki skori."

Hvað þarf Leiknir að gera öðruvísi en liðið gerði í dag í næsta leik gegn Vestra?

„Við þurfum að halda fókus út leikinn og ekki missa dampinn þó að aðeins sé verið að leggja á okkur. Við þurfum að læra að halda forystu."

„Já ég er klár, mjög spenntur að fara vestur," sagði Sólon að lokum aðspurður hvort hann væri klár í næsta leik gegn Vestra á miðvikudag.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner