Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 15. ágúst 2020 19:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sólon settur í erfiða stöðu: Er það ekki bara nei?
,,Skiptir voðalega litlu máli þegar leikurinn er búinn og endar jafntefli
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir átti að fá vítaspyrnu í leiknum þegar brotið var á Vuk undir lok fyrri hálfleiks. Sólon segir þá enga innbyrðiskeppni vera milli sín og Vuk varðandi markaskorun.
Leiknir átti að fá vítaspyrnu í leiknum þegar brotið var á Vuk undir lok fyrri hálfleiks. Sólon segir þá enga innbyrðiskeppni vera milli sín og Vuk varðandi markaskorun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega svekkjandi að missa þetta niður. Við vorum flottir í fyrri en ekki nógu góður í seinni," sagði Sólon Breki Leifsson, leikmaður Leiknis R., eftir markajafntefli gegn Þór í Lengjudeildinni í dag.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 3 -  3 Þór

Sólon kom að öllum þremur mörkum Leiknis í leiknum. Er hann sáttur með sína frammistöðu eða er það eina sem skiptir máli að vinna leikinn.

„Já það er eina málið. Ég var fínn í fyrri hálfleik og þetta voru fín hlaup. Þetta skiptir voðalega litlu máli þegar leikurinn er búinn og endar jafntefli."

Leiknismenn vildu í tvígang fá vítaspyrnu í leiknum og í bæði skiptin var það Vuk Oskar Dimitrijevic sem féll í teignum. Fannst framherjanum þetta vera víti?

„Mér fannst fyrsta brotið vera pjúra víti en sá ekki seinna. Egill [dómari] var fínn í þessum leik og hef ekkert út á hann að setja."

Sólon var næst settur í erfiða stöðu og var beðinn um sitt mat á því hvort hann sem framherji hefði viljað fá seinna gula spjaldið þegar Guy Smit, markvörður Leiknis, braut á Guðna Sigþórssyni og víti var dæmt.

„Er það ekki bara nei? sagði Sólon og hló.

Vuk hefur nú skorað sjö mörk í deildinni sem er tveimur meira en Sólon. Eru þeir í einhverri keppni innbyrðis?

„Nei ekki neinni, við erum allir bara að gera okkar besta og fyrir mér skiptir það engu hvort að ég skori, Vuk skori eða Bjarki skori."

Hvað þarf Leiknir að gera öðruvísi en liðið gerði í dag í næsta leik gegn Vestra?

„Við þurfum að halda fókus út leikinn og ekki missa dampinn þó að aðeins sé verið að leggja á okkur. Við þurfum að læra að halda forystu."

„Já ég er klár, mjög spenntur að fara vestur," sagði Sólon að lokum aðspurður hvort hann væri klár í næsta leik gegn Vestra á miðvikudag.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner