Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. september 2019 20:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Milan lagði Verona - Eina markið úr vítaspyrnu
Piatek gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu.
Piatek gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Verona 0 - 1 Milan
0-1 Krzysztof Piatek ('68 , víti)
Rautt spjald: Mariusz Stepinski, Verona ('21), Davide Calabria, Milan ('90)

Eitt mark skildi Hellas Verona og AC Milan að þegar liðin mættust á heimavelli fyrrnefnda liðsins í kvöld. Þetta var síðasti leikur dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

AC Milan fékk vítaspyrnu um miðbik seinni hálfleiks. Pólski markahrókurinn Krzysztof Piatek fór á punktinn og skoraði hann.

Ekkert sérstaklega sannfærandi sigur Milan, sem var einum fleiri frá 21. mínútu. Milan fékk einnig rautt spjald í leiknum, Davide Calabria fékk það á 95. mínútu.

AC Milan er í sjöunda sæti með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina í ítölsku úrvalsdeildinni. Verona er með fjögur stig í 11. sæti.

Sjá einnig:
Ítalía: Óvæntur sigur SPAL á Lazio - Dramatík í Brescia
Ítalía: Mkhitaryan skoraði í fyrsta leik með Roma
Athugasemdir
banner
banner