Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. október 2019 10:36
Magnús Már Einarsson
30 þúsund börn í stúkunni í kvöld - Lars Lagerback steinhissa
Lars Lagerback landsliðsþjálfari Norðmanna.
Lars Lagerback landsliðsþjálfari Norðmanna.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Rúmenar voru fyrr á þessu ári dæmdir til að spila fyrir luktum dyrum í undankeppni EM eftir að stuðningsmenn liðsins voru með kynþáttafordóma.

Bannið átti að taka gildi gegn Norðmönnum í kvöld. 200 stuðningsmenn Noregs, sem höfðu keypt miða á leikinn, áttu þó að fá að mæta á völlinn í Búkarest.

Nú hefur UEFA hins vegar gefið Rúmenum leyfi til að leyfa 30 þúsund börnum, 14 ára og yngri, til að mæta á völlinn í kvöld. Einhverjir fullorðnir aðilar fá einnig að fylgja börnunum á völlinn.

„Ég hélt að ekkert gæti komið mér lengur á óvart í fótboltanum því ég er svo gamall en þetta kom mér á óvart. Ég vissi ekki af þessari reglu hjá UEFA," sagði hinn 71 árs gamli Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Norðmanna.

Lars segir koma til greina að norska landsliðið gangi af velli ef einhver af leikmönnum liðsins verður fyrir kynþáttafordómum í leiknum í Rúmeníu í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner