Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. janúar 2021 19:52
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Stuttgart og Gladbach skildu jöfn í fjörugum leik
Stuttgart er að gera góða hluti í þýska boltanum.
Stuttgart er að gera góða hluti í þýska boltanum.
Mynd: Getty Images
Stuttgart 2 - 2 B. M'Gladbach
0-1 Lars Stindl ('35, víti)
1-1 Nicolas Gonzalez ('58)
1-2 Denis Zakaria ('61)
2-2 Silas Wamangituka ('96, víti)

Nýliðar Stuttgart hafa verið að gera góða hluti í efstu deild þýska boltans og í dag fengu þeir heimaleik gegn sterku liði Borussia Mönchengladbach.

Fyrri hálfleikurinn var jafn en gestirnir frá Gladbach leiddu þökk sé vítaspyrnumarki Lars Stindl.

Stuttgart tók völdin í síðari hálfleik og jafnaði Nicolas Ivan Gonzalez metin á 58. mínútu. Þremur mínútum síðar kom Denis Zakaria gestunum yfir á nýjan leik, gegn gangi leiksins.

Heimamenn létu þetta ekki á sig fá og sóttu án afláts en áttu í miklum erfiðleikum fyrir framan markið. Jöfnunarmarkið leit ekki dagsins ljós fyrr en seint í uppbótartíma. Silas Wamangituka steig þá á vítapunktinn og skoraði verðskuldað jöfnunarmark.

Bæði lið eru rétt fyrir neðan Evrópubaráttuna, Gladbach með 25 stig og Stuttgart 22 eftir 16 umferðir.

Stuttgart er þar með búið að skora 32 mörk á deildartímabilinu, sem er jafn mikið og félagið skoraði þegar það féll úr deildinni síðast 2019.
Athugasemdir
banner
banner