Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 16. febrúar 2020 14:06
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona tilkynnti kaup á Neymar
Spænska félagið Barcelona varð fyrir tölvuárás í gær en á brasilíski sóknarmaðurinn Neymar var kynntur á tveimur Twitter-síðu félagsins.

Barcelona hefur mikinn áhuga á því að fá Neymar aftur til félagsins en hann var seldur til Paris Saint-Germain árið 2017 fyrir metfé.

Félagið var í viðræðum við PSG síðasta sumar og reyndi Neymar allt til að komast frá Frakklandi en skiptin urðu þó ekki að veruleika.

Hakkarar brutust inn á Twitter-síðu Barcelona í gær og kynntu Neymar en félagið hefur sent frá sér yfirlýsingu. Félagið varð fyrir tölvuárás en hópur sem nefnist OurMine ber ábyrgð á árásinni.

Þetta er í annað sinn sem hakkarar brjótast inn á aðgang félagsins en Angel Di Maria var kynntur á vefsvæði félagsins árið 2017.


Athugasemdir
banner
banner