Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 16. apríl 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Æfingaleikir: Fram lagði FH í Skessunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH 2 - 3 Fram
1-0 Steven Lennon
1-1 Magnús Ingi Þórðarson
2-1 Steven Lennon
2-2 Alex Freyr Elísson
2-3 Már Ægisson

Fótboltinn á Íslandi er byrjaður aftur að rúlla eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.

Fram hafði betur gegn FH í leik sem fram fór í Skessunni í Hafnarfirði í kvöld.

Steven Lennon skoraði tvisvar af vítapunktinum fyrir FH en FH-ingar misstu mann af velli með rautt spjald í stöðunni 2-1.

Fram nýtti sér liðsmuninn og vann leikinn 3-2. Fram spilar í Lengjudeildinni og FH í Pepsi Max-deildinni.

Afturelding lagði ÍR að velli, 4-1, og þá unnu Kórdrengir 1-0 sigur á Leikni Reykjavík í Breiðholti í leik sem var fjórum sinnum 20 mínútur. Albert Brynjar Ingason skoraði mark Kórdrengja eftir stoðsendingu Connor Simpson.

Afturelding 4 - 1 ÍR
1-0 Ísak Pétur Clausen
2-0 Patrekur Orri Guðjónsson
3-0 Daníel Darri Gunnarsson
4-0 Patrekur Orri Guðjónsson
4-1 Markaskorara vantar

Leiknir R. 0 - 1 Kórdrengir
0-1 Albert Brynjar Ingason

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner