Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. apríl 2021 07:30
Aksentije Milisic
Wolves ætlar sér að kaupa Vinicius
Mynd: Tottenham
Carlos Vinicius, framherjinn stæðilegi sem er á láni hjá Tottenham Hotspur, mun að öllum líkindum ekki snúa aftur til Benfica eftir þetta tímabil.

Þrátt fyrir að Vinicius sé ekki að spila reglulega fyrir Tottenham, þá hefur félagið ekki útilokað það að kaupa leikmanninn. Tottenham hefur samt látið Benfica vita að það ætli sér ekki að borga 36 milljónir punda fyrir hann, eins og portúgalska félagið vill.

Spurs er ekki eina liðið sem hefur áhuga á að kaupa Vinicius heldur hefur nú Wolves blandað sér í slaginn. Félagið hefur nú þegar sett sig í samband við Benfica og spurning hvort félögin tvö nái samkomulagi um kaup og kjör.

Wolves var fyrsta liðið til þess að sína áhuga á Vinicius í janúar árið 2020. Félagið bauð 52 milljónir punda í framherjann en vegna Covid-19 faraldursins þá náði það ekki að fara í gegn.

Raul Jimenez, framherji Wolves, höfuðkúpubrotnaði í leik gegn Arsenal í vetur og staðan á honum er óljós. Hann er byrjaður að æfa en það er ekki vitað hvenær hann verður klár í að spila á ný.
Athugasemdir
banner
banner