
Linda Líf Boama var valin efnilegasti leikmaður Inkasso-deildar kvenna á síðustu leiktíð. Þróttur, lið Lindu, sigraði deildina og var hún næstmarkahæst í deildinni með 22 mörk í átján leikjum. Linda var einn af þremur sóknarmönnum í liði ársins í deildinni.
Hún lék sína fyrstu mótsleiki með HK/Víkingi sumarið 2017 og hélt áfram með liðinu sumarið 2018. Fyrir síðustu leiktíð skipti hún yfir og blómstraði. Linda hefur leikið tíu leiki með U19 ára landsliði Íslands og skorað þrjú mörk. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.
Hún lék sína fyrstu mótsleiki með HK/Víkingi sumarið 2017 og hélt áfram með liðinu sumarið 2018. Fyrir síðustu leiktíð skipti hún yfir og blómstraði. Linda hefur leikið tíu leiki með U19 ára landsliði Íslands og skorað þrjú mörk. Í dag sýnir hún á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Linda Líf Boama
Gælunafn: Linda
Aldur: 18 ára
Hjúskaparstaða: Á lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Mig langar að segja 16...já 16. Held ég.
Uppáhalds drykkur: Vatn :)
Uppáhalds matsölustaður: Wok On og Tokyo sushi mega deila fyrsta sætinu
Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl en ef ég spyr fallega þá fæ ég Fordinn hjá ömmu
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: New girl
Uppáhalds tónlistarmaður: Frank Ocean...nei Logic....nei SZA.... nei Tinashe. Harry Styles. Eða Kendrick Lamar.
Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann Sigfússon
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Nýi ísinn. Bláber, jarðaber og oreo. Takk fyrir pent.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Gagnamagnið þitt er að klárast. Þú getur fylgst með stöðunni á frelsinu og fyllt á gagnamagnið í Vodafone appinu (v.is/app). Kveðja, Vodafone ://
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Never say never
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Janet Egyir
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Egill Atlason.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ég man ekki hvað hún heitir en hún var í FH...alltaf að klípa mig :// Fyrsti pepsí leikurinn, var helvíti lítil í mér.
Sætasti sigurinn: Sigur á FH í seinni umferð Inkasso deilarinnar á seinasta tímabili.
Mestu vonbrigðin: Ég klúðraði ein á móti markmanni í seinasta u-19 leiknum mínum á móti Þýskalandi.
Uppáhalds lið í enska: Liverpool
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Alfreð Finnbogason
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi:
Frikka er 100% fallegust. Facetime-aði hana þegar hún var nývöknuð og hún ljómaði.
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Mbappé
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Frikka.
Uppáhalds staður á Íslandi: Heima hjá ömmu
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég sagði línuverðinum að hætta að tala við mig og dómarinn tók mig á teppið. Skemmtilegt fyrir áhorfendur, snýst allt um sjónarhornið.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Loka augunum
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Yessir, elska pílukast
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Ég var föst í Copa Mundial lengi en Mercurial voru bestu kaup ársins 2019
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Grunnskóla: engu, easy peasy. Menntaskóla: öllu nema ensku og sálfræði.
Vandræðalegasta augnablik: Ég fékk gult spjald fyrir að blokka útspark markmanns af því að ég gerði það svona þrisvar. Ég kenni Agli um.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Joe Gomez, Raheem Sterling og Trent. Ég bonda við Trent á meðan hinir tveir reyna að myrða hvorn annan.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég veit staðsetningu og heiti allra landa í heimi
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Örugglega Álfa. Var bara búin að spila á móti henni og hún var alltaf góð en líka svo grafalvarleg þannig að ég var með ákveðnar væntingar þegar ég kom í Þrótt. Kom í ljós að hún er algjört yndi og frábær liðsfélagi.
Hverju laugstu síðast: ...Æ í allri hreinskilni þá myndi ég ekki vilja spila með Víking Ó. Allt of langt í burtu.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun
Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna klukkan 9, gleymi að það var tími klukkan 8, skrifa fyrirgefningarpóst til kennarans, morgunmatur, heimavinna, snarl, heimavinna, meira snarl. Nú er klukkan svona 11 og ég fæ mér eitthvað snarl. Klára alla heimavinnu dagsins og hugsa um allar ritgerðirnar sem ég þarf að skila inn fyrir útskrift. Keyword: hugsa. Síðan snarl. Fer út að hlaupa sem upphitun fyrir æfingaprógrammið sem þjálfarinn gaf okkur. Meira snarl og rólegheit, er búin að vera að lesa mjög mikið og það er alltaf gaman. Mæli með Wuthering Heights;)
Athugasemdir