Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 16. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Skoraði fyrsta landsliðsmarkið og sussaði svo á liðsfélagana
Noa Lang
Noa Lang
Mynd: Getty Images
Hollenski vængmaðurinn Noa Lang skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 3-2 sigri liðsins á Wales á þriðjudag en hann fagnaði með afar sérstökum hætti.

Lang er ekki allra og hefur í gegnum tíðina átt erfitt með að fylgja fyrirmælum en hann kom sér einmitt í vandræði fyrir það undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax.

Þessi 22 ára gamli leikmaður fékk að heyra það í miðjum leik með Ajax

„Þú verður að halda kjafti og hlusta. Þú þarft að gera það og hættu þessu bara. Þetta er okkar leikur, ekki bara þinn," sagði Ten Hag við kappann í bikarleik en mánuði síðar lánaði hann Lang til Club Brugge.

Belgíska félagið keypti hann á síðasta ári og hefur hann síðan þá unnið sér sæti í hollenska landsliðinu en þegar hann fagnaði marki sínu á þriðjudag þá hljóp hann að bekknum og sussaði á leikmennina.

Memphis Depay og Steven Bergwijn tóku því reyndar mjög vel og hlógu með honum.

„Þetta er einkabrandari hjá mér og leikmönnunum. Þeir segja alltaf að ég sé til vandræða," sagði Lang í viðtali eftir leikinn gegn Wales.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner