Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. júní 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Það eru 2-3 kettlingar í mínu liði sem verða sjóveikir"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við Fótbolta.net í dag um leik liðsins gegn ÍBV í gær. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna eftir landsleikjahléið.

Sjá einnig:
„Mjög skrítið að segja eftir 3-0 sigur að markmaðurinn okkar var langbesti maður liðsins"

Lestu um leikinn: ÍBV 0 -  3 Víkingur R.

„Það var púsluspil. Það er líka þannig að þegar þú ferð til eyja þá eru alls konar óvæntar aðstæður sem maður þarf að hafa í huga. Í fyrsta lagi er þetta grasleikur og því miður er það þannig að við erum orðnir svolítið spilltir í Fossvoginum og stundum eru grasleikir okkur mjög erfiðir," sagði Arnar.

„Síðan vorum við að fara með bát og það eru 2-3 kettlingar í mínu liði sem verða sjóveikir og þar af leiðandi var erfitt að láta þá byrja inná í gær. Það er fullt af skemmtilegum áskorunum sem fylgir því að fara til eyja. Ég er virkilega ánægður að fara þaðan með þrjú stig."

Þurftiru að gera einhverjar breytingar skömmu fyrir leik?

„Ekki skömmu fyrir leik. Við vorum með reynslu frá síðustu árum hvaða leikmenn eru að lenda í veseni. Þeir leikmenn voru ekki látnir byrja. Við mættum fyrr til eyja en vanalega. Við vorum komnir fimm tímum fyrir leik sem þýðir að þú sért svolítið að hangsa. Ég hef aldrei fílað þannig undirbúning en svona er þetta bara."

„Fyrst og fremst var þetta samt þannig að eyjamenn voru bara öflugir í leiknum og ég held að þeir munu gera hvaða liði sem er mjög erfiðan heimaleik,"
sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
„Mjög skrítið að segja eftir 3-0 sigur að markmaðurinn okkar var langbesti maður liðsins"
Athugasemdir
banner
banner