Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   þri 16. júlí 2024 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Amanda er nýbúin að semja við hollenska félagið Twente.
Amanda er nýbúin að semja við hollenska félagið Twente.
Mynd: Twente
„Mér líður mjög vel. Það er mjög gott að klára þetta með stæl," sagði Amanda Andradóttir, leikmaður Íslands, eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Amanda var ánægð með að fá mínútur. „Það var mjög gaman, loksins."

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

„Það var markmiðið að koma hingað og vinna. Það var gott að við náðum að gera það. Við erum mjög sáttar með þessa undankeppni og sérstaklega síðasta leik á móti Þýskalandi. Það var ótrúlegt að vinna 3-0 gegn Þýskalandi og klára þetta síðan núna."

Amanda ræddi líka aðeins um félagaskipti sín til Twente í viðtalinu. Það var tilkynnt fyrr í vikunni að hún hefði skrifað undir tveggja ára samning við hollenska meistaraliðið.

„Ég er ótrúlega spennt að fara út og spila með nýju liði. Ég fæ nokkra daga í frí og síðan fer ég til Hollands," sagði Amanda.

Það var mikill áhugi á henni en Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sagði nýverið að það hefðu einhver 100 lið boðið í hana. Var erfitt að velja?

„Nei, mér leist bara mjög vel á Holland og Twente. Þetta er mjög gott félag sem hefur verið á toppnum í Hollandi í mörg ár. Ég held að þetta sé mjög gott skref fyrir mig á þessum tímapunkti. Twente vill alltaf vinna og vill spila skemmtilegan sóknarbolta. Ég held að ég passi vel inn í liðið."

Hún er þakklát fyrir tímann hjá Val. „Þetta hefur verið ótrúlega góður tími og ég hef bætt mig mjög mikið sem leikmaður. Mér hefur liðið ótrúlega vel í Val og það var mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra að fara í Val. Ég mun sakna þess að vera þar."

Amanda segist vera að fara út sem betri leikmaður en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner