Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 16. júlí 2024 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katowice
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Icelandair
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Amanda er nýbúin að semja við hollenska félagið Twente.
Amanda er nýbúin að semja við hollenska félagið Twente.
Mynd: Twente
„Mér líður mjög vel. Það er mjög gott að klára þetta með stæl," sagði Amanda Andradóttir, leikmaður Íslands, eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Amanda var ánægð með að fá mínútur. „Það var mjög gaman, loksins."

Lestu um leikinn: Pólland 0 -  1 Ísland

„Það var markmiðið að koma hingað og vinna. Það var gott að við náðum að gera það. Við erum mjög sáttar með þessa undankeppni og sérstaklega síðasta leik á móti Þýskalandi. Það var ótrúlegt að vinna 3-0 gegn Þýskalandi og klára þetta síðan núna."

Amanda ræddi líka aðeins um félagaskipti sín til Twente í viðtalinu. Það var tilkynnt fyrr í vikunni að hún hefði skrifað undir tveggja ára samning við hollenska meistaraliðið.

„Ég er ótrúlega spennt að fara út og spila með nýju liði. Ég fæ nokkra daga í frí og síðan fer ég til Hollands," sagði Amanda.

Það var mikill áhugi á henni en Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sagði nýverið að það hefðu einhver 100 lið boðið í hana. Var erfitt að velja?

„Nei, mér leist bara mjög vel á Holland og Twente. Þetta er mjög gott félag sem hefur verið á toppnum í Hollandi í mörg ár. Ég held að þetta sé mjög gott skref fyrir mig á þessum tímapunkti. Twente vill alltaf vinna og vill spila skemmtilegan sóknarbolta. Ég held að ég passi vel inn í liðið."

Hún er þakklát fyrir tímann hjá Val. „Þetta hefur verið ótrúlega góður tími og ég hef bætt mig mjög mikið sem leikmaður. Mér hefur liðið ótrúlega vel í Val og það var mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra að fara í Val. Ég mun sakna þess að vera þar."

Amanda segist vera að fara út sem betri leikmaður en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner