Belgíski vængmaðurinn Johan Bakayoko er kominn til Leipzig frá PSV Eindhoven fyrir 22 milljónir evra.
Bakayoko er 22 ára gamall og verið að gera það gott með PSV síðustu ár.
Hann kom að fimmtán mörkum í öllum keppnum á síðustu leiktíð er PSV varð hollenskur meistari og heillaði mörg lið fyrir frammistöðu sína í Meistaradeild Evrópu.
Belgíski landsliðsmaðurinn var orðaður við nokkur stór félög, en verkefni Leipzig heillaði hann mest.
Leipzig greiðir allt í allt 22 milljónir evra fyrir Bakayoko og skrifaði hann undir fimm ára samning í dag.
Þýska félagið hefur verið öflugt í að þróa unga og efnilega leikmenn og selt síðan til stærri félaga með margföldum hagnaði.
????????????????????
— RB Leipzig (@RBLeipzig) July 16, 2025
Johan Bakayoko ??
???????????????????? pic.twitter.com/ZIpBTxCKaG
Athugasemdir