„Þetta var hörku góður leikur hjá okkur og sérstaklega fyrri hálfleikurinn. Óþarfi að gefa víti og svo sjálfsmark í lokin en þetta var bara frábær sigur." sagði Jón Arnar Barðdal fyrirliði KFG eftir sigurinn á Ægi í Fótbolta.net bikarnum og KFG verður í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin.
Lestu um leikinn: KFG 3 - 2 Ægir
,KFG komst í 3-0 en gáfu þá svolítið eftir og hleyptu Ægismönnum inn í leikinn Hvað skeði?
,Ætli ég hafi ekki bara sprungið? Nei nei, við vorum kannski aðeins of slakir bara og héldum að þetta væri komið og byrjuðum að slaka of mikið á."
Jón Arnar Barðdal var spurðurað því hversu skemmtileg þessi keppni væri.
„Þetta er uppáhaldskeppnin mín það er alveg á hreinu."
KFG fór í úrslitin fyrsta árið sem Fótbolta.net bikarinn byrjaði þar sem liðið tapaði gegn Víði. Jón Arnar segir að liðið ætli að gera betur en þá og vinna keppnina í ár.
„Það gékk ekki nógu vel þá en við ætlum að gera betur í ár."