Roma hefur sent annað tilboð á brasilíska félagið Palmeiras í kólumbíska miðjumanninn Richard Rios.
Þessi 25 ára gamli leikmaður var ein af stjörnum HM félagsliða í sumar og á Copa America með Kólumbíu á síðasta ári.
Hann var orðaður við Manchester United á síðasta ári og í byrjun 2025. en er nú að færast nær því að ganga í raðir Roma á Ítalíu.
Palmeiras hafnaði fyrsta tilboði Roma en er nú líklegt til að samþykkja annað tilboð sem nemur um 30 milljónum evra.
Roma mun greiða 27 milljónir evra og þrjár milljónir í árangurstengdar greiðslur. Palmeiras hefur tekið það fram að það vilji fá fastar 30 milljónir.
Zenit frá Rússlandi hefur einnig verið í viðræðum við Palmeiras en Rios hefur ekki áhuga á að fara þangað og er því Roma í bílstjórasætinu um undirskrift hans.
Athugasemdir