Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
banner
   mið 16. júlí 2025 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Lúkas í marki Hoffenheim í risasigri - Lærisveinar Jóa Kalla skoruðu sjö
Lúkas er að gera góða hluti í Þýskalandi
Lúkas er að gera góða hluti í Þýskalandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas Petersson, markvörður U21 árs landsliðsins, stóð í marki þýska liðsins Hoffenheim í 11-0 slátrun á Sportfreundu Lauffen í æfingaleik í dag.

Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur verið að fá tækifærið á undirbúningstímabilinu og staðið sig vel.

Hann var gerður að þriðja markverði aðalliðsins fyrir síðustu leiktíð og var nokkrum sinnum í hópnum, en það er ágætis möguleiki á því að hlutverk hans verði aðeins stærra í ár.

Jóhannes Karl Guðjónsson og lærisveinar hans í danska C-deildarliðinu AB unnu 7-1 sigur á Sundby. Adam Ingi Benediktsson, Ægir Jarl Jónasson og Ágúst Eðvald Hlynsson voru í liðinu.

Kristian Nökkvi Hlynsson lék seinni hálfleikinn hjá Twente sem lagði Kaizer Chiefs að velli, 2-1. Kristian kom til Twente frá Ajax á dögunum.

Sverrir Ingi Ingason spilaði hálftíma með Panathiniakos sem vann belgíska liðið Westerlo, 3-1.

Guðlaugur Victor Pálsson lék seinni hálfleikinn með Plymouth sem vann Truro, 3-2. Plymouth féll niður í ensku C-deildinni á síðustu leiktíð.

Andri Lucas Guðjohnsen kom þá inn af bekknum hjá Gent sem vann AZ Alkmaar, 2-1.

Daníel Dejan Djuric og Logi Hrafn Róbertsson spiluðu báðir með Istra 1961 sem vann 3-1 sigur á landsliði Barein. Logi Hrafn byrjaði en Daníel kom inn af bekknum í seinni hálfleik.
Athugasemdir
banner