„Klárlega er maður sáttur að taka sigur á móti virkilega öflugu Ægis liði og það er bara planið hjá okkur að fara eins langt í þessari keppni og helst alla leið bara. Okkur langar á Laugardalsvöllinn og við erum einu skrefi nær" sagði Veigar Páll Gunnarsson þjálfari KFG eftir 3-2 sigur á Ægi í Fótbolta.net bikarnum.
Lestu um leikinn: KFG 3 - 2 Ægir
„Við áttum alveg hrikalega öflugan fyrri hálfleik þar sem við vorum og ég er ótrúlega ánægður með liðið og spilamennskuna og held að viljinn við að halda áfram í keppninni sem uppskar í kvöld."
KFG byrjaði leikinn vel og komst yfir snemma leiks og staðan var 1-0 í hálfleik og komu heimamenn gríðarlega vel stemmdir inn í síðari hálfleikinn en hleyptu Ægismönnum inn í leikinn en Veigar Páll er sáttur með að hafa náð að landa sigrinum.
„Ég hef nú spilað fótbolta sjálfur og það er auðvelt að dertta í smá kæruleysi þegar þú ert komin 3-0 yfir og ég held að það hafi gerst að einhverju leiti að við urðum kærulausir en þetta hafðist og ég er bara sáttur með það."
Nánar var rætt við Veigar Pál í sjónvarpinu hér að ofan.