Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
   mið 16. júlí 2025 21:49
Anton Freyr Jónsson
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Mynd: KFG

„Klárlega er maður sáttur að taka sigur á móti virkilega öflugu Ægis liði og það er bara planið hjá okkur að fara eins langt í þessari keppni og helst alla leið bara. Okkur langar á Laugardalsvöllinn og við erum einu skrefi nær" sagði Veigar Páll Gunnarsson þjálfari KFG eftir 3-2 sigur á Ægi í Fótbolta.net bikarnum. 


Lestu um leikinn: KFG 3 -  2 Ægir

„Við áttum alveg hrikalega öflugan fyrri hálfleik þar sem við vorum og ég er ótrúlega ánægður með liðið og spilamennskuna og held að viljinn við að halda áfram í keppninni sem uppskar í kvöld."

KFG byrjaði leikinn vel og komst yfir snemma leiks og staðan var 1-0 í hálfleik og komu heimamenn gríðarlega vel stemmdir inn í síðari hálfleikinn en hleyptu Ægismönnum inn í leikinn en Veigar Páll er sáttur með að hafa náð að landa sigrinum.

„Ég hef nú spilað fótbolta sjálfur og það er auðvelt að dertta í smá kæruleysi þegar þú ert komin 3-0 yfir og ég held að það hafi gerst að einhverju leiti að við urðum kærulausir en þetta hafðist og ég er bara sáttur með það."

Nánar var rætt við Veigar Pál í sjónvarpinu hér að ofan.


Athugasemdir