
Dramatíkin leyndi sér ekki í Lengjudeild kvenna í kvöld en Sigrún Eva Sigurðardóttir, fyrrum fyrirliði Aftureldingar, skoraði sigurmark ÍA í 2-1 sigri gegn sínum gömlu félögum.
Sigrún Eva yfirgaf Aftureldingu fyrir tímabilið eftir að hafa spilað með liðinu frá 2022 en hún er uppalin í ÍA og ákvað að halda aftur heim.
Hún var óánægð með hvernig staðið var að hlutunum hjá Aftureldingu og hvernig stutt var við stelpurnar. Því ákvað hún að skipta um umhverfi og semja við uppeldisfélagið.
Afturelding hefur verið í algeru basli á tímabilinu og á botninum með aðeins þrjú stig en það kom á óvart þegar liðið tók forystuna snemma leiks eftir markmannsmistök hjá heimakonum. Hlín Heiðarsdóttir kom boltanum í netið.
Skagakonur náðu að skapa sér fullt en það vantaði bara að koma boltanum í netið. Það varð breyting á því í þeim síðari. Erna Björt Elíasdóttir jafnaði úr vítaspyrnu á 49. mínútu.
Síðustu mínúturnar voru Skagakonur líklegri og kom sigurmarkið fyrir rest og auðvitað var það Sigrún Eva sem gerði það gegn gömlu félögunum með laglegri afgreiðslu.
Þungur hnífur í hjarta Aftureldingar og mögulega mark sem var langleiðina með því að fella Aftureldingu en liðið er áfram á botninum með 3 stig, sjö stigum frá öruggu sæti á meðan ÍA er með 12 stig í 7. sæti.
KR 3 - 2 Keflavík
0-1 Emma Kelsey Starr ('3 )
1-1 Katla Guðmundsdóttir ('25 )
1-2 Mia Angelique Ramirez ('31 )
2-2 Katla Guðmundsdóttir ('39 )
3-2 Lina Berrah ('58 )
KR-ingar unnu Keflavík. 3-2, á KR-velli.
Emma Kelsey Starr kom gestunum yfir á 3. mínútu en Katla Guðmundsdóttir jafnaði á 25. mínútu. Mia Angelique Ramirez svaraði sex mínútum síðar og Keflavík aftur komið í forystu, en hún varði ekki lengi.
Katla gerði annað mark sitt á 39. mínútu áður en Lina Berrah gerði sigurmark KR-inga þegar rúmur hálftími var eftir.
KR er í 3. sæti með 19 stig en Keflavík í 6. sæti með 12 stig.
KR Helena Sörensdóttir (m), Eva María Smáradóttir, Rakel Grétarsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir (46'), Karen Guðmundsdóttir, Katla Guðmundsdóttir, Maya Camille Neal, Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir, Lina Berrah, Makayla Soll, Sóley María Davíðsdóttir
Varamenn Emilía Ingvadóttir, Anna María Bergþórsdóttir, Kristín Anna Smári, Íris Grétarsdóttir (71'), Koldís María Eymundsdóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Þórey Björk Eyþórsdóttir (46')
Keflavík Anna Arnarsdóttir (m), Emma Kelsey Starr, Anita Bergrán Eyjólfsdóttir, Mia Angelique Ramirez (84'), Kristrún Ýr Holm, Olivia Madeline Simmons, Hilda Rún Hafsteinsdóttir (71'), Brynja Arnarsdóttir, Salóme Kristín Róbertsdóttir, Anita Lind Daníelsdóttir, Elfa Karen Magnúsdóttir (65')
Varamenn Kara Petra Aradóttir (84), María Rán Ágústsdóttir (71), Watan Amal Fidudóttir, Amelía Rún Fjeldsted (65), Elísa Gunnlaugsdóttir, Ragnheiður Júlía Rafnsdóttir, Vala Björk Jónsdóttir (m)
Grótta 0 - 5 ÍBV
0-1 Allison Patricia Clark ('3 )
0-2 Olga Sevcova ('37 )
0-3 Allison Patricia Clark ('55 )
0-4 Viktorija Zaicikova ('61 )
0-5 Sandra Voitane ('80 )
Topplið ÍBV straujaði yfir Gróttu, 5-0, á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi.
Allison Patricia Clark skoraði tvö fyrir Eyjakonur og þá komust þær Olga Sevcova, Vikorija Zaicikova og Sandra Voitane einnig á blað.
Sigurinn var sá níundii hjá ÍBV á tímabilinu en liðið er með 28 stig á toppnum á meðan Grótta er í 4. sæti með 18 stig.
Grótta Margrét Rún Stefánsdóttir (m), Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir (74'), Rakel Lóa Brynjarsdóttir, Telma Sif Búadóttir, Haylee Rae Spray, Ryanne Molenaar (70'), Katrín Rut Kvaran, Hildur Björk Búadóttir (74'), Hulda Ösp Ágústsdóttir (70'), Lovísa Davíðsdóttir Scheving (74'), María Lovísa Jónasdóttir
Varamenn Hallgerður Kristjánsdóttir (74'), Tara Jónsdóttir, María Björk Ómarsdóttir (70'), Þórdís Embla Sveinbjörnsdóttir (74'), Birta Ósk Sigurjónsdóttir (74'), Lilja Davíðsdóttir Scheving (70'), Þórdís Ösp Melsted (m)
ÍBV Guðný Geirsdóttir (m), Avery Mae Vanderven, Ragna Sara Magnúsdóttir (70'), Edda Dögg Sindradóttir (77'), Kristín Klara Óskarsdóttir, Sandra Voitane, Olga Sevcova, Viktorija Zaicikova (77'), Allison Patricia Clark (77'), Embla Harðardóttir, Allison Grace Lowrey (77')
Varamenn Þóra Björg Stefánsdóttir (77), Helena Hekla Hlynsdóttir, Magdalena Jónasdóttir (70), Erla Hrönn Unnarsdóttir (77), Tanja Harðardóttir (77), Erna Sólveig Davíðsdóttir (77), Ísey María Örvarsdóttir (m)
Afturelding 1 - 2 ÍA
1-0 Hlín Heiðarsdóttir ('16 )
1-1 Erna Björt Elíasdóttir ('49 )
1-2 Sigrún Eva Sigurðardóttir ('88 )
Lestu um leikinn
Afturelding Hrafnhildur Hjaltalín (m), Saga Líf Sigurðardóttir, Elíza Gígja Ómarsdóttir, Andrea Katrín Ólafsdóttir, Anna Pálína Sigurðardóttir (69'), Hlín Heiðarsdóttir (75'), Thelma Sól Óðinsdóttir (80'), Elfa Sif Hlynsdóttir, Katrín S. Vilhjálmsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir
Varamenn Hólmfríður Birna Hjaltested, Ólöf Hildur Tómasdóttir (69'), Ísabella Eiríksd. Hjaltested, Katla Ragnheiður Jónsdóttir, Hanna Faith Victoriudóttir (80'), Karólína Dröfn Jónsdóttir (75'), Snædís Logadóttir
ÍA Klil Keshwar (m), Anna Þóra Hannesdóttir, Madison Brooke Schwartzenberger, Elizabeth Bueckers, Erla Karitas Jóhannesdóttir, Erna Björt Elíasdóttir, Sunna Rún Sigurðardóttir (80'), Dagbjört Líf Guðmundsdóttir (66'), Selma Dögg Þorsteinsdóttir (46'), Róberta Lilja Ísólfsdóttir, Vala María Sturludóttir (75')
Varamenn Lilja Björg Ólafsdóttir (46), Sigrún Eva Sigurðardóttir (66), Elvira Agla Gunnarsdóttir, Bríet Sunna Gunnarsdóttir, Birgitta Lilja Sigurðardóttir (75), Lára Ósk Albertsdóttir (80), Salka Hrafns Elvarsdóttir (m)
Haukar 0 - 2 HK
0-1 Isabella Eva Aradóttir ('66 )
0-2 Natalie Sarah Wilson ('80 )
HK-ingar unnu Hauka 2-0 á BIRTU-vellinum í Hafnarfirði.
Isabella Eva Aradóttir og Natalie Sarah Wilson skoruðu mörkin á fjórtán mínútna kafla í síðari hálfleiknum.
HK er í 2. sæti með 22 stig en Haukar í 8. sæti með 10 stig.
Haukar Viktoría Sólveig K. Óðinsdóttir (m), Anna Rut Ingadóttir, Kristín Magdalena Barboza, Rakel Lilja Hjaltadóttir (63'), Rut Sigurðardóttir (70'), Berglind Þrastardóttir, Halla Þórdís Svansdóttir, Selma Sól Sigurjónsdóttir, Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir, Ásdís Halla Jakobsdóttir (70'), Glódís María Gunnarsdóttir (81')
Varamenn Bryndís Halla Gunnarsdóttir (81'), Ísold Hallfríðar Þórisdóttir (63'), Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (70'), Kristín Erla Halldórsdóttir (70'), Ragnheiður Tinna Hjaltalín, Hekla Björk Sigþórsdóttir, Aníta Ösp Björnsdóttir (m)
HK Kaylie Erin Bierman (m), Valgerður Lilja Arnarsdóttir, Emilía Lind Atladóttir (46'), Elísa Birta Káradóttir, Isabella Eva Aradóttir, Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir, Ragnhildur Sóley Jónasdóttir (69'), Loma McNeese, Rakel Eva Bjarnadóttir, Hugrún Helgadóttir, Natalie Sarah Wilson
Varamenn Anja Ísis Brown, Karlotta Björk Andradóttir (46), Ísabel Rós Ragnarsdóttir (69), Hildur Eva Hinriksdóttir, María Lena Ásgeirsdóttir, Hólmfríður Þrastardóttir, Sóley Lárusdóttir (m)
Lengjudeild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 11 | 9 | 1 | 1 | 46 - 7 | +39 | 28 |
2. HK | 11 | 7 | 1 | 3 | 23 - 15 | +8 | 22 |
3. KR | 10 | 6 | 1 | 3 | 25 - 23 | +2 | 19 |
4. Grótta | 10 | 6 | 0 | 4 | 24 - 19 | +5 | 18 |
5. Grindavík/Njarðvík | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 - 15 | +2 | 17 |
6. Keflavík | 10 | 3 | 3 | 4 | 16 - 15 | +1 | 12 |
7. ÍA | 10 | 3 | 3 | 4 | 14 - 18 | -4 | 12 |
8. Haukar | 10 | 3 | 1 | 6 | 12 - 24 | -12 | 10 |
9. Fylkir | 10 | 2 | 0 | 8 | 14 - 28 | -14 | 6 |
10. Afturelding | 10 | 1 | 0 | 9 | 4 - 31 | -27 | 3 |
Athugasemdir