Fótbolti.net fékk Sigurð Pétur, fyrirliða Kormáks/Hvatar í spjall eftir æsispennandi sigur þeirra gegn Árbæ í Fótbolti.net-bikarnum, 3-4
„Tilfinningin er mjög góð, þetta var mjög tense leikur og hefði getað farið báða vegu. Við fengum á okkur mark í byrjun sem á til að gerast og við þurfum að skoða það.''
Sigurður var spurður hvort hann skori bara í bikarnum, því seinustu tvö mörk hans hafa aðeins komið í bikarleikjumm.
„Þetta var ekki alveg jafn flott mark gegn Magna, ég skaut fyrir utan teig en markmaðurinn hefði getað varið þetta og ég telst heppinn að hafa náð boltanum inn''.
Tindastóll komst í 8-liða úrslit eftir 3-2 sigur gegn Þrótti Vogum og eru þá ábyggilega draumaandstæðingar Hvatar.
„Þeir eru klárlega draumaandsæðingarnir. Frábært að þeir séu komnir áfram og vonandi verður stórleikur.''
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.