Tindastóll tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Fótbolta.net bikarsins með nokkuð óvæntum 3-2 sigri á 2. deildar liði Þróttar Vogum í fjörugum leik á Sauðárkróksvelli.
„Bara geggjað að vera komnir áfram og við hérna leggjum mikinn metnað í þessa keppni og við erum gríðarlega sáttir." Sagði Sverrir Hrafn Friðriksson fyrirliði Tindastóls sem var að vonum sáttur eftir sigur sinna manna
Lestu um leikinn: Tindastóll 3 - 2 Þróttur V.
Mikill hiti var í mönnum í kvöld og voru ófáar aukaspyrnur dæmdar, aðspurður hvað hafi einkennt leikinn svaraði Sverrir „Bara hart barist og mikið hlaupið og við uppskárum bara á endanum, aðeins harðari"
Þróttur V. er í toppbaráttu í 2. deildinni og því fyrirfram nokkur óvæntur sigur hjá Tindastól sem situr í 6. sæti 3. deildarinnar
„Bara mjög skemmtilegt, krefjandi, þetta er gott lið, frábært lið. Þeir eru að gera góða hluti, mér finnst það bara segja mikið um okkur og okkar gæði að við höfum unnið þá í dag."
Sjá má viðtalið í heild í spilaranum hér að ofan