Noregur 1 - 2 Ítalía
0-1 Cristiana Girelli ('50 )
0-1 Ada Hegerberg ('60 , Misnotað víti)
1-1 Ada Hegerberg ('66 )
1-2 Cristiana Girelli ('90 )
0-1 Cristiana Girelli ('50 )
0-1 Ada Hegerberg ('60 , Misnotað víti)
1-1 Ada Hegerberg ('66 )
1-2 Cristiana Girelli ('90 )
Ítalía er komið áfram í undanúrslit Evrópumóts kvenna og það með dramatískum hætti á Stade de Geneve í Genf í Sviss í kvöld. Cristiana Girelli, leikmaður Juventus, skoraði bæði mörk Ítalíu og það seinna í blálokin.
Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í þeim síðari skoraði Girelli.
Boltinn var færður út hægra megin á Sofia Cantore sem kom boltanum inn á teiginn og á Girelli sem náði að pota honum inn í netið.
Norsku stelpurnar fengu dauðafæri til að svara fyrir sig tíu mínútum síðar er Ada Hegerberg var tekin niður í teignum. Hegerberg, sem hafði klúðrað einu víti á mótinu, fór á punktinn, en aftur setti hún boltann framhjá markinu.
Framherjinn reyndi náði þó að bæta upp fyrir klúðrið aðeins sex mínútum síðar er hún hljóp á langan bolta inn fyrir og lagði hann framhjá Lauru Giuliani í markinu.
Þær ítölsku áttu síðasta orðið. Þegar lítið var eftir af leiknum tengdu þær Cantore og Girelli aftur saman er Cantore kom með laglega fyrirgjöf á kollinn á Girelli sem stangaði ítalska liðinu áfram í undanúrslit.
Frábær úrslit fyrir Ítalíu sem hefur ekki komist svona langt á EM síðan á tíunda áratugnum en Noregur er úr leik.
Allt það helsta úr leik Ítalíu og Noregs. Ítalía vann 2-1 sigur og fer í undanúrslit ???????? pic.twitter.com/pxa8yX6gZn
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 16, 2025
Athugasemdir