Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
banner
   mið 16. júlí 2025 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Rashford orðaður við Juventus
Mynd: EPA
Ítalska félagið Juventus hefur áhuga á að fá Marcus Rashford frá Manchester United. Þetta kemur fram á Sky Sports á Ítalíu.

Rashford, sem er 27 ára gamall, er ekki í myndinni hjá Ruben Amorim hjá United og má finna sér nýtt félag, en hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona síðustu vikur og mánuði.

Samkvæmt Sky er það ekki eina félagið sem hefur áhuga á honum, en Juventus er sagt vera að kanna hvað það muni kosta félagið að fá hann.

Barcelona leiðir enn kapphlaupið þó það hafi ekki sett sig í samband við Man Utd til þessa.

Rashford hefur þá tjáð sig opinberlega um að hann vilji spila fyrir Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner