Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   lau 16. september 2023 18:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aron Bjarki vill halda áfram - „Þarf að ræða þetta með fjölskyldunni"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Grótta endaði í 9. sæti Lengjudeildarinnar eftir 4-1 tap gegn Lengjudeildarmeisturum ÍA í dag.


Lestu um leikinn: ÍA 4 -  1 Grótta

Aron Bjarki Jósepsson leikmaður liðsins er svekktur með niðurstöðuna.

„Þetta eru ákveðin vonbrigði. Við ætluðum að vera í efri hlutanum og berjast fyrir því að fara upp. Okkur finnst við vera með lið sem getur keppt ofar í deildinni en taflan lýgur ekki, þetta er eins og það er," sagði Aron Bjarki.

„Það er stutt á milli í þessu, við teljum okkur geta gert betur og það þarf ekki mikið til að gera betur í þessari deild. Við þurfum að bæta okkur í ákveðnum þáttum ef við ætlum að taka þátt í efri hlutanum."

Aron Bjarki er orðinn 33 ára gamall en hann ætlar að skoða það hvort hann verði áfram á fótboltavellinum næsta sumar.

„Það er óákveðið en mig langar að vera í fótbolta áfram en það þarf að ræða þetta með fjölskyldunni og svona og sjá hvað maður vill gera. Þannig allir séu sáttir og maður finnur fyrir því að það sé hægt að spila fótbolta og allir séu sáttir," sagði Aron Bjarki.


Athugasemdir
banner