banner
   lau 16. október 2021 20:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Óvænt topplið en þó ekki mikið fjör í leikjum dagsins
Sociedad á toppnum.
Sociedad á toppnum.
Mynd: Getty Images
Það er nú ekki hægt að segja að það hafi verið líf og fjör í leikjum dagsins í La Liga á Spáni.

Real Sociedad náði að leggja Mallorca að velli í hinum leiknum með marki seint. Julen Lobete skoraði sigurmarkið í uppbótartímanum, eftir að Sociedad missti mann af velli með rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks.

Tíu leikmenn Sociedad náðu í þrjú stig og er liðið á toppnum með 20 stig. Það er spurning hversu lengi þeir ná að halda sér í toppbaráttunni. Mallorca er um miðja deild.

Levante og Getafe eru tvö lið sem eru bæði áfram án sigurs í deildinni. Þau mættust í dag og var niðurstaðan þar markalaust jafntefli.

Levante er í 18. sæti með fimm stig og Getafe er á botninum með aðeins tvö stig.

Levante 0 - 0 Getafe

Real Sociedad 1 - 0 Mallorca
1-0 Julen Lobete ('90 )
Rautt spjald: Aihen Munoz, Real Sociedad ('45)

Leikir morgundagsins:
12:00 Vallecano - Elche
14:15 Celta - Sevilla
16:30 Villarreal - Osasuna
19:00 Barcelona - Valencia
Athugasemdir
banner
banner