Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. janúar 2020 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Verðmat á Liverpool búið að hækka um 500%
Salah kostaði innan við 40 milljónir punda.
Salah kostaði innan við 40 milljónir punda.
Mynd: Getty Images
Koma Jürgen Klopp til Liverpool gjörbreytti félaginu úr því að vera aðhlátursefni yfir í að vera eitt af bestu liðum sem hefur nokkurn tímann spilað í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool er með 61 stig eftir 21 umferð, sem er úrvalsdeildarmet, og er leikmannahópurinn metinn á 1,83 milljarð punda samkvæmt Forbes.

Það er rúmlega 500% aukning á verðmati leikmannahópsins frá því fyrir fjórum árum, þegar Klopp tók við félaginu. Á þeim tíma var leikmannahópurinn aðeins 360 milljón punda virði.

Þrátt fyrir þessa gríðarlega miklu aukningu á verðmati hefur Klopp aðeins eytt tæplega 100 milljónum punda umfram söluhagnað.

Jamie Carragher telur þetta koma til vegna magnaðra hæfileika Klopp að ná því besta úr sínum mönnum. Hann hefur ekki verið að kaupa neinar stórstjörnur í liðið, heldur aðeins góða leikmenn sem hann gerir frábæra.
Athugasemdir
banner
banner
banner