Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þorsteinn Aron og félagar töpuðu toppslagnum
Mynd: Fulham
Crystal Palace U18 4 - 1 Fulham U18
1-0 Þorsteinn Aron Antonsson ('44, sjálfsmark)
2-0 O. Adaramola ('53)
3-0 V. Akinwale ('55)
3-1 M. Bierith ('61)
4-1 Rak-Sakyi ('69)

Hinn bráðefnilegi Þorsteinn Aron Antonsson hefur verið að gera fína hluti með U18 liði Fulham og var í byrjunarliðinu í toppslag í gær.

Fulham heimsótti þá Crystal Palace og var staðan jöfn þar til Þorsteinn Aron varð fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net skömmu fyrir leikhlé.

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og þrefölduðu forystuna áður en Fulham minnkaði muninn.

Það nægði þó ekki til og urðu lokatölurnar 4-1.

Crystal Palace tók toppsætið af Fulham og er með 24 stig eftir 11 umferðir.

Fulham er með 23 stig og er Tottenham í þriðja sæti með 22 stig.

Þorsteinn er Selfyssingur og skoraði 2 mörk í 17 leikjum með meistaraflokki. Hann átti 17 ára afmæli í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner