Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 17. maí 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Viðar Örn sá fimmti til að skora 100 deildarmörk erlendis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson varð í gær fimmti íslenski atvinnumaðurinn til að skora hundrað deildarmörk. Það er Víðir Sigurðsson hjá Morgunblaðinu sem greinir frá þessu.

Viðar skoraði eina mark Vålerenga í tapi gegn Kristiansund.

Viðar hefur frá árinu leikið með Vålerenga (2x), Sainty í Kína, Mal­mö í Svíþjóð, Macca­bi Tel Aviv í Ísra­el, Rostov í Rússlandi, Hamm­ar­by í Svíþjóð, Ru­bin Kaz­an í Rússlandi og Yeni Malatya­spor í Tyrklandi. Viðar gekk aftur í raðir Vålerenga á síðasta tímabili.

Eins og fyrr segir er Viðar sá fimmti til að ná þessum markafjölda.

Heiðar Helgu­son er lang­marka­hæst­ur með 133 mörk en síðan koma Eiður Smári Guðjohnsen og Al­freð Finn­boga­son með 107 mörk hvor og Arn­ór Guðjohnsen skoraði 104 deilda­mörk er­lend­is á sín­um ferli.

Viðar skoraði 53 deildarmörk fyrir Selfoss, ÍBV og Fylki áður en hann hélt til Noregs eftir tímabilið 2013.
Athugasemdir
banner
banner