Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
banner
   þri 17. maí 2022 22:07
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Southampton og Liverpool: Firmino maður leiksins
Mynd: Liverpool

Sky Sports hefur gefið Roberto Firmino heiðurinn á að vera valinn maður leiksins eftir flottan sigur Liverpool gegn Southampton í enska boltanum fyrr í kvöld.


Liverpool mætti til leiks með hálfgert varalið þar sem Jürgen Klopp ákvað að hvíla lykilmenn og gerði níu breytingar á byrjunarliðinu sem vann í úrslitaleik enska bikarsins um helgina.

'Varaliðið' heimsótti því Southampton og stjórnaði leiknum frá fyrstu mínútu. Lokatölur urðu 1-2 fyrir Liverpool.

Firmino var öflugur í fremstu víglínu Liverpool þar sem hann gaf varnarmönnum heimamanna aldrei frið og barðist eins og ljón allan tímann.

Firmino fær 8 í einkunn fyrir sinn þátt í sigrinum á meðan flestir liðsfélagar hans fá 7.

Verstu menn vallarins voru Alex McCarthy og Kyle Walker-Peters, markvörður og hægri bakvörður heimamanna, með 5 í einkunn.

Southampton: McCarthy (5), Walker-Peters (5), Lyanco (6), Stephens (6), Salisu (6), Tella (6), Redmond (7), Ward-Prowse (7), Diallo (6), Broja (6), Elyounoussi (6).
Varamenn: S. Armstrong (6), C. Adams (6)

Liverpool: Alisson (6), Gomez (6), Konate (7), Matip (7), Tsimikas (7), Jones (7), Elliott (7), Milner (7), Minamino (7), Jota (7), Firmino (8).
Varamenn: Henderson (7), Origi (6), Keita (6)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner