Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. júní 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rudiger fer ekki í leikbann fyrir nartið
Pogba í leiknum gegn Þýskalandi.
Pogba í leiknum gegn Þýskalandi.
Mynd: EPA
UEFA mun ekki rannsaka það sem gerðist á milli Antonio Rudiger, varnarmanns Þýskalands, og Paul Pogba, miðjumanns Frakklands, í leik á EM á þriðjudag.

Rudiger „nartaði" í Pogba, en viðbrögð Pogba voru á þá vegu að hann hefði slasað sig illa við það. Hann tjáði sig um atvikið á blaðamannafundi eftir leik.

„Ég ætla ekki að fara grenja út spjald, ég vil ekki að hann fari í bann fyrir þetta. Þetta er í fortíðinni. Þetta var örlítið bit, bara vinalegt nart. Ekkert alvarlegt því við höfum þekkst í langan tíma. Ég fann fyrir bitinu og sagði dómaranum frá því og það var hans að taka ákvörðun. Ég vildi bara spila fótbolta, ég vil alls ekki að hann fari í bann. Við föðmuðumst í leikslok," sagði Pogba.

Rudiger þvertekur fyrir að hafa bitið Pogba, en hann getur prísað sig sælan að fara ekki í leikbann. UEFA ætlar að hlusta á Pogba, og mun ekki rannsaka málið.

Frakkland vann leikinn 1-0 og er með þrjú stig eftir eina umferð í dauaðriðlinum á EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner