Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   þri 17. júlí 2018 13:44
Elvar Geir Magnússon
Heimir strax eftir fundinn: Leið hræðilega í morgun - Hringi núna í Aron Einar
Icelandair
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir kveður!
Heimir kveður!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð ræddi við Heimi Hallgrímsson fljótlega eftir fréttamannafund hans í morgun. Á fundinum ræddi Heimir um þá ákvörðun sína að hætta þjálfun íslenska landsliðsins.

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

„Ég er búinn að vera með hnút í maganum yfir þessari tilkynningu. Það er mér mjög í mun að gera þetta á eins jákvæðan hátt og hægt er. Það eru ekki allir sammála þessari ákvörðun en hún er tekin af mikilli fagmennsku. Ég er ákaflega stoltur af því verkefni sem við höfum skilað af okkur og það er gott að geta hætt á svona tímapunkti," sagði Heimir við Hafliða.

„Ég var ekki alveg viss og ég vildi ekki fara í neinn feluleik. Ég vildi taka mér góðan tíma til að hugsa þetta. Á sama tíma vildi ég gefa KSÍ möguleika á að skoða hvort ég væri rétti maðurinn eftir HM."

Heimir segir að allt sé í góðu milli sín og KSÍ.

„Allt í góðu. Sumir eru kannski ekki sáttir við að ég vildi ekki vera áfram. Ég vona að við fáum góða manneskju í staðinn sem læknar þau sár fljótt. Ég vildi ekki særa neina með þessari ákvörðun,"

Heimir hefur verið lengi og taldi rétt að fá nýtt blóð í þetta.

„Þú getur staðnað og á svona löngum tíma er hætta á því að hlutirnir verði þreyttir. Við höfum fundið fastmótað umhverfi sem hefur virkað á okkur en þá er gott að fá inn nýja rödd sem hristir upp í hlutunum og fær menn til að hugsa nýja hluti og koma með eitthvað spennandi sem mótiverar menn," sagði Heimir.

Hann hyggst nota næstu mánuði í að læra og vill koma sér betur inn í atvinnumannaumhverfi í félagsliðaboltanum. Hann hefur fengið að kynnast mörgum í bransanum og hyggst nýta þau tengsli til að afla sér frekari þekkingar.

„Núna er ég sáttur við að geta valið hvað er næst. Það er ekki bara landsleikur í september. Nú get ég valið hvað ég tek mér fyrir hendur. Vonandi býðst eitthvað spennandi og gott, ég vil taka að mér eitthvað erlendis. Ef það býðst ekki þá er það ekki í góðu lagi. Það mun ekki trufla mig. Ef ég fæ ekki þjálfarastarf þá er ég með annað starf. Nú ætla ég að líta í kringum mig og ég vil fá að vera fluga í vegg í félagsliðafótbolta erlendis. Ég þekki mikið af góðu fólki og ég tel mig þurfa næstu mánuði í að læra og uppfæra mig."

Heimir viðurkennir að dagurinn hafi verið erfiður.

„Mér leið hræðilega í morgun, ég held að ég hafi rétt getað stamað mig út úr þessum fundi en mér líður alltaf betur og betur núna," sagði Heimir sem hafði ekkert rætt við leikmenn áður en þetta var tilkynnt. Hann var þó á leiðinni að hringja í Aron Einar Gunnarsson fyrirliða.

„Það var ósk KSÍ að við myndum halda þessu sem mest leyndu en nú er ég að fara að hringja í fyrirliðann og biðja hann afsökunar á því að hann hafi ekki verið hluti af þessari ákvörðun! Ég held nú að flestir leikmenn hafi skynjað það að ég hafi verið að íhuga þetta. Ég held að allir hafi vitað að þessi ákvörðun gat komið," sagði Heimir en viðtalið er í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner