Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 17. ágúst 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dzeko skrifar undir þriggja ára samning við Roma
Mynd: Getty Images
Framtíð Edin Dzeko hjá Roma hefur verið í umræðunni í sumar og sýndi Inter sóknarmanninum mikinn áhuga fyrr í glugganum.

Dzeko hefur nú bundið enda á allar sögusagnir um framtíðina sína með að skrifa undir þriggja ára samning við AS Roma.

Dzeko er 33 ára og er því samningsbundinn Roma til 36 ára aldurs. Hann hefur verið meðal bestu leikmanna Roma undanfarin ár og var markahæstur í Serie A fyrir tveimur árum.

Hann hefur spilað fyrir Wolfsburg og Manchester City á ferlinum auk þess að hafa gert 56 mörk í 103 leikjum með landsliði Bosníu.

Hjá Roma hefur Dzeko gert 87 mörk í 179 leikjum á fjórum árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner