29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 17. september 2020 19:28
Aksentije Milisic
Bjössi Hreiðars: Leiknir er ekki betra lið en við
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög sáttur við leikinn. Mér fannst við vera góðir í þessum leik. Þetta var reyndar hörku leikur, hart tekist á eins og við vissum. Leiknis liðið er með mjög öflugt lið og þeir fengu sína sénsa en mér fannst við fá mun fleiri sénsa og áttu að skora fleiri mörk og vinna þennan leik, mér fannst það," sagði Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  1 Leiknir R.

Sigurbjörn sagði að leikurinn hafi verið góður og var hann svekktur með að taka ekki öll stigin.

„Leiknir er ekki betra lið en við, þó það séu einhver stig þarna á milli, það er eins og það er. Við töpum ekki leikjunum en það fæst lítið fyrir jafntefli. Leikurinn í dag var mjög góður, leikmenn að leggja sig fram, góðar aðstæður, gott að það var frestað þessum leik og ég held að áhorfendur hafi skemmt sér vel. Þetta er leikur sem við hefðum átt að vinna."

„Ég var svekktur með að Alexander fékk rautt. Aukaspyrnan hérna, dómarinn missir það í tómt rugl," sagði Sigurbjörn um rauða spjaldið hjá sínum leikmanni.
Athugasemdir
banner