Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fim 17. september 2020 19:50
Aksentije Milisic
Heimir Guðjóns: Skagamenn gefast aldrei upp og við töluðum um það í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur gerði sér ferð til Akranes í dag og vann þar góðan 2-4 sigur á ÍA.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  4 Valur

Valsmenn komust í 3-0 í fyrri hálfleik en ÍA komst aftur í leikinn með tveimur mörkum. Valur kláraði hins vegar leikinn í uppbótartíma.

„Mjög ánægður með sigurinn. Mér fannst við frábærir í fyrri hálfleik, spiluðum þá sundur og saman. Það var nánast eitt lið á vellinum. Skoruðum þrjú mörk og hefðum geta skorað fleiri mörk. Vorum klaufalegir á síðasta þriðjungi þar sem við gátum slátrað þessum leik. En Skagamenn gefast aldrei upp og við töluðum um það í hálfleik. Þeir komu út í seinni hálfleikinn grimmi og við vorum ekki klárir," sagði Heimir.

Heimir var spurður út í það hvort hans menn hafi verið orðnir þreyttir í restina á leiknum.

„Nei, ég held að menn hafi ekki verið þreyttir heldur værukærir. Menn komu ekki nógu vel stemmdir í seinni hálfleik og við vorum undir í baráttunni. Menn voru að hoppa upp úr tæklingum og á erfiðum útivelli eins og hér á Skaganum þá er voðin vís."

Skagamenn vildu fá vítaspyrnu en Heimir vildi ekki mikið tjá sig um það atvik.

„Ég náttúrlega sá þetta ekki en ég held að það sé ágætt að anda bara með nefinu og skoða þetta áður en ég fer að taka einhverjar ákvarðanir. Dómgæslan var mjög fín og það var jákvætt að Gummi var ekki að láta sífelld öskur Skagamanna hafa áhrif á dómgæsluna."
Athugasemdir
banner
banner