Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 17. september 2020 19:50
Aksentije Milisic
Heimir Guðjóns: Skagamenn gefast aldrei upp og við töluðum um það í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur gerði sér ferð til Akranes í dag og vann þar góðan 2-4 sigur á ÍA.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  4 Valur

Valsmenn komust í 3-0 í fyrri hálfleik en ÍA komst aftur í leikinn með tveimur mörkum. Valur kláraði hins vegar leikinn í uppbótartíma.

„Mjög ánægður með sigurinn. Mér fannst við frábærir í fyrri hálfleik, spiluðum þá sundur og saman. Það var nánast eitt lið á vellinum. Skoruðum þrjú mörk og hefðum geta skorað fleiri mörk. Vorum klaufalegir á síðasta þriðjungi þar sem við gátum slátrað þessum leik. En Skagamenn gefast aldrei upp og við töluðum um það í hálfleik. Þeir komu út í seinni hálfleikinn grimmi og við vorum ekki klárir," sagði Heimir.

Heimir var spurður út í það hvort hans menn hafi verið orðnir þreyttir í restina á leiknum.

„Nei, ég held að menn hafi ekki verið þreyttir heldur værukærir. Menn komu ekki nógu vel stemmdir í seinni hálfleik og við vorum undir í baráttunni. Menn voru að hoppa upp úr tæklingum og á erfiðum útivelli eins og hér á Skaganum þá er voðin vís."

Skagamenn vildu fá vítaspyrnu en Heimir vildi ekki mikið tjá sig um það atvik.

„Ég náttúrlega sá þetta ekki en ég held að það sé ágætt að anda bara með nefinu og skoða þetta áður en ég fer að taka einhverjar ákvarðanir. Dómgæslan var mjög fín og það var jákvætt að Gummi var ekki að láta sífelld öskur Skagamanna hafa áhrif á dómgæsluna."
Athugasemdir
banner