Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 17. september 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
Beinar textalýsingar þegar úrslitin ráðast í 2. deild á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð 2. deildar karla verður leikin á morgun, laugardag, og þá ræðst hvort KV eða Völsungur muni fylgja Þrótti Vogum upp í Lengjudeildina.

KV, sem er í öðru sætinu með 38 stig (+9 í markatölu), á einmitt heimaleik gegn Þrótti en Völsungur, sem er með 37 stig (+8 í markatölu), heimsækir Njarðvík.

Lokaumferðin verður öll klukkan 14:00 á morgun.

Sjá einnig:
Ástríðan spáir - Hvort fer KV eða Völsungur upp í Lengjudeildina?
Toppdómarar settir á leikina

Báðir leikirnir á morgun verða í beinum textalýsingum hér á Fótbolta.net og viðtöl að þeim loknum.

Sæbjörn Steinke verður í Vesturbænum þar sem KV leikur gegn Þrótti og Stefán Marteinn Ólafsson textalýsir leik Njarðvíkur og Völsungs.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner