Benni McCarthy, sem var áður í þjálfarateymi Manchester United, segir að Harry Kane hafi verið efstur á óskalista félagsins sumarið 2023.
Kane fór það sumar til Bayern München eftir að hafa raðað inn mörkum í fjöldamörg ár fyrir Tottenham.
Kane fór það sumar til Bayern München eftir að hafa raðað inn mörkum í fjöldamörg ár fyrir Tottenham.
„Harry Kane var efstur á óskalista okkar. En augljóslega var verðmiðinn vandamál. Ef hann hefði farið til Man Utd þá hefðu nokkrar milljónir punda bæst við verðmiðann," sagði McCarthy.
„En ef þú horfir á þetta núna þá hefðu 100 milljónir punda verið vel þess virði. Hann fór til Bayern og er enn að skora á fullu."
McCarthy nefndi það að Rasmus Höjlund, sem Man Utd keypti, hefði þurft leikmann eins og Kane með sér. Þá hefði ábyrgðin ekki verið eins mikil á Höjlund.
Athugasemdir