Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 18. maí 2019 18:22
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Víðir á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Mynd: Vestri
Víðir er á toppi 2. deildar karla eftir 3-0 sigur gegn Tindastóli í dag. Liðin mættust í Garði og gerðu heimamenn út um viðureignina í fyrri hálfleik.

Ari Steinn Guðmundsson, Helgi Þór Jónsson og Mehdi Hadraoui skoruðu allir fyrir leikhlé.

Víðir er með sjö stig eftir þrjár umferðir á meðan Stólarnir sitja stigalausir á botninum.

Vestri er þá með sex stig eftir sigur gegn Kára. Eggert Kári Karlsson kom gestunum yfir snemma leiks og jafnaði Josh Signey. Staðan 1-1 í hálfleik.

Meira var ekki skorað fyrr en á lokakaflanum, þegar Aaron Spear og Josh tryggðu Vestra stigin þrjú. Þetta var fyrsta tap Kára í deildinni og er liðið með fjögur stig.

Víðir 3 - 0 Tindastóll
1-0 Ari Steinn Guðmundsson ('5)
2-0 Helgi Þór Jónsson ('19)
3-0 Mehdi Hadraoui ('37)

Vestri 3 - 1 Kári
0-1 Eggert Kári Karlsson ('12)
1-1 Josh Signey ('27)
2-1 Aaron Spear ('80)
3-1 Josh Signey ('83)

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner