Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. maí 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher: Það er Klopp sem á heiðurinn af þessum árangri
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Fótboltasérfræðingurinn Jamie Carragher er gríðarlega hrifinn af Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, og vill meina að hann sé meginástæðan fyrir velgengni félagsins.


Carragher var yfir sig hrifinn af frammistöðu Liverpool í 1-2 sigri á útivelli gegn Southampton í gær þar sem Klopp tefldi fram varaliðinu. Hann var að hvíla lykilmennina fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins þar sem leikjaálagið hefur verið gríðarlega þungt að undanförnu.

„Jurgen Klopp er búinn að skapa þetta hugarfar innan félagsins. Við vitum hvernig byrjunarliðið lítur út og það var ekki á vellinum í kvöld. Þegar það er svona sérstakt hugarfar innan félagsins þá líður manni stundum eins og það skipti engu máli hverjir séu á vellinum, þeir munu spila á þennan hátt," sagði Carragher eftir leikinn á Sky Sports.

„Þetta minnir mig á leik fyrir nokkrum árum þegar Liverpool tefldi nánast fram U23 liðinu sínu og sló Everton úr bikarnum. Þetta er hugarfar sem er viðloðandi innan félagsins sama hverjir spila leikina.

„Við vitum að þetta eru góðir fótboltamenn en við skulum ekki ljúga að sjálfum okkur, ástæðan fyrir því að þeir eru ekki í byrjunarliðinu er vegna þess að þeir eru ekki jafn góðir og leikmennirnir sem eru þar. Klopp hefur tekist að skapa ákveðinn standard innan félagsins, hann er algjörlega magnaður."

Carragher er mikill aðdáandi Klopp, sem er óumdeilanlega einn af allra bestu knattspyrnustjórum heims í dag, og rifjar upp magnaðan árangur á síðustu leiktíð þrátt fyrir ótrúlegt magn meiðsla í vörninni.

„Það sem gerðist á síðustu leiktíð í sambandi við meiðsli var virkilega erfitt því það meiddust allir í sömu stöðu. Svo missti hann móður sína sem lést af völdum Covid og sagði sjálfur að þetta hafi verið erfiðasta ár lífs hans.

„Að spóla áfram um eitt ár og vera í svona góðri stöðu eftir að hafa aðeins keypt einn leikmann yfir sumarið er algjörlega ótrúlegt. Leikmenn eiga mikið hrós skilið fyrir sitt framlag en þegar allt kemur til alls þá er það Jurgen Klopp sem á heiðurinn á þessum árangri.

„Liverpool er með virkilega, virkilega magnaðan mann við stjórn."


Athugasemdir
banner
banner
banner