Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. júlí 2022 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham
Gætum komist áfram jafnvel þó við töpum 10-0
Icelandair
Frá æfingu í gær.
Frá æfingu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland ætlar sér í átta-liða úrslitin.
Ísland ætlar sér í átta-liða úrslitin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland er með örlögin í höndum sér fyrir leikinn gegn Frakklandi á Evrópumótinu í kvöld.

Um er að ræða lokaleikinn í riðlinum á mótinu, en fyrir hann er Ísland í öðru sæti með tvö stig eftir tvo leiki.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Frakkland

Íslenska liðið fer alltaf áfram með sigri í kvöld, en það verður gríðarlega erfitt þar sem franska liðið er ógnarsterkt. Ef við gerum jafntefli eða töpum, þá veltur það á úrslitum í hinum leiknum hvort við förum áfram í átta-liða úrslit.

Það er vakin athygli á því á Vísi að við munum líka alltaf fara áfram ef hinn leikurinn í riðlinum endar með markalausu jafntefli. Þá förum við áfram á flestum mörkum skoruðum í innbyrðis viðureignum.

Í hinum leiknum mætast Belgía og Ítalía, tvö lið sem Ísland gerði 1-1 jafntefli við.

Ísland gæti tæknilega séð tapað 10-0 í kvöld en samt farið áfram ef hinn leikurinn endar markalaus. Við vonumst því eftir engum mörkum í leik Belgíu og Ítalíu í kvöld.

Þá gæti þetta farið þannig - þó ólíklegt sé - að niðurstaðan í riðlinum ráðist á prúðmennsku.

Það eru alls konar útreikningar í þessu og í raun allt sem getur gerst í kvöld í baráttunni um annað sætið. Einfaldast fyrir okkur er náttúrulega bara að vinna okkar leik því þannig förum við alltaf áfram. Frakkland er samt sem áður ógnarsterkur andstæðingur eins og áður kom fram.

Ef við komumst áfram, þá er það ljóst að við mætum Svíþjóð í átta-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner