Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   mán 18. september 2023 20:04
Ívan Guðjón Baldursson
Kristian Nökkvi lék allan leikinn í stóru tapi
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Jong AZ Alkmaar 5 - 2 Jong Ajax
0-1 G. Misehouy ('6)
1-1 D. Kasius ('7)
2-1 E. Poku ('12)
2-2 J. Brandes ('34)
3-2 D. Reverson ('49)
4-2 R. Kewal ('75)
5-2 K. Smit ('87)


Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliðinu og lék allan leikinn er Jong Ajax steinlá á útivelli gegn Jong AZ Alkmaar í B-deild hollenska boltans.

Staðan var 2-2 eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem Ajax var sterkari aðilinn en tókst ekki að nýta færin sín jafn vel og heimamönnum.

AZ gerði þrjár skiptingar í leikhlé og var við algjöra stjórn í síðari hálfleik þar sem liðið yfirspilaði Ajax. Heimamenn verðskulduðu 5-2 sigur að lokum.

Ajax er aðeins með eitt stig eftir sex fyrstu umferðirnar þrátt fyrir að vera búið að skora 10 mörk. Varnarleikurinn hefur ekki verið uppá marga fiska og er liðið búið að fá 20 mörk á sig.

Jong AZ er með 10 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner