Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   mið 18. september 2024 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Lengjudeildin
Kári Sigfússon fagnar í dag.
Kári Sigfússon fagnar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er góð. Gott að liðið nái að koma saman á miðju tímabili eftir að hafa byrjað illa og gott að við séum að sækja sterka sigra.“ Sagði Kári Sigfússon tveggja marka maður í liði Keflavíkur í 4-1 sigri liðsins á ÍR í umspili um sæti í Bestu deildinni í Breiðholti fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  4 Keflavík

Kári var ekki beint nafn á allra vörum í Lengjudeildinni í vor og fór hægt af stað með liði Keflavíkur. Hann hefur þó svo sannarlega verið að springa út að undanförnu og verið lykilmaður í liðinu og áhlaupi þess að sæti í Bestu deildinni að undanförnu. Hvað breyttist hjá honum í sumar?

„Ég byrja á að setja fótboltann númer 1,2 og 3. Næ mér af meiðslum svo voru mér erfið í einhverja 6-7 mánuði. Fókusinn fór því algjörlega á fótboltann og liðið og það er bara að sýna sig núna.“

Keflavík á síðari leikinn í þessu einvígi gegn ÍR eftir á heimavelli næstkomandi sunnudag. Verður ekkert erfitt fyrir leikmenn hugarfarslega séð að gíra sig upp í þá viðureign verandi með 4-1 forskot?

„Það er bara 0-0 í seinni leiknum. Við ætlum bara að vinna þann leik ÍR er með flott lið og ef við erum á hælunum þá refsa þeir okkur fyrir það. Það líka sást í dag í stöðunni 3-0 þar sem þeir skora og komast í 3-1 og eru bara nálægt því að komast í 3-2.“

Mæting áhorfenda hefur ekki verið mikil í Keflavík í sumar ef frá er talið leikurinn gegn Njarðvík í deild og Val í bikar. Gerir Kári og aðrir leikmenn líka ekki kröfu á Keflvíkinga að fjölmenna á völlinn á sunnudag?

„Jú ég hugsa að ég geti hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér í það og auglýsa þetta almennilega. Þá hljótum við að ná 1000 manns. “

Það verður fróðlegt að fylgjast með tiktok reikningi Kára á næstu dögum en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner