Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
   mið 18. september 2024 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Lengjudeildin
Kári Sigfússon fagnar í dag.
Kári Sigfússon fagnar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er góð. Gott að liðið nái að koma saman á miðju tímabili eftir að hafa byrjað illa og gott að við séum að sækja sterka sigra.“ Sagði Kári Sigfússon tveggja marka maður í liði Keflavíkur í 4-1 sigri liðsins á ÍR í umspili um sæti í Bestu deildinni í Breiðholti fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  4 Keflavík

Kári var ekki beint nafn á allra vörum í Lengjudeildinni í vor og fór hægt af stað með liði Keflavíkur. Hann hefur þó svo sannarlega verið að springa út að undanförnu og verið lykilmaður í liðinu og áhlaupi þess að sæti í Bestu deildinni að undanförnu. Hvað breyttist hjá honum í sumar?

„Ég byrja á að setja fótboltann númer 1,2 og 3. Næ mér af meiðslum svo voru mér erfið í einhverja 6-7 mánuði. Fókusinn fór því algjörlega á fótboltann og liðið og það er bara að sýna sig núna.“

Keflavík á síðari leikinn í þessu einvígi gegn ÍR eftir á heimavelli næstkomandi sunnudag. Verður ekkert erfitt fyrir leikmenn hugarfarslega séð að gíra sig upp í þá viðureign verandi með 4-1 forskot?

„Það er bara 0-0 í seinni leiknum. Við ætlum bara að vinna þann leik ÍR er með flott lið og ef við erum á hælunum þá refsa þeir okkur fyrir það. Það líka sást í dag í stöðunni 3-0 þar sem þeir skora og komast í 3-1 og eru bara nálægt því að komast í 3-2.“

Mæting áhorfenda hefur ekki verið mikil í Keflavík í sumar ef frá er talið leikurinn gegn Njarðvík í deild og Val í bikar. Gerir Kári og aðrir leikmenn líka ekki kröfu á Keflvíkinga að fjölmenna á völlinn á sunnudag?

„Jú ég hugsa að ég geti hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér í það og auglýsa þetta almennilega. Þá hljótum við að ná 1000 manns. “

Það verður fróðlegt að fylgjast með tiktok reikningi Kára á næstu dögum en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner