Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mið 18. september 2024 23:00
Sverrir Örn Einarsson
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Lengjudeildin
Kári Sigfússon fagnar í dag.
Kári Sigfússon fagnar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er góð. Gott að liðið nái að koma saman á miðju tímabili eftir að hafa byrjað illa og gott að við séum að sækja sterka sigra.“ Sagði Kári Sigfússon tveggja marka maður í liði Keflavíkur í 4-1 sigri liðsins á ÍR í umspili um sæti í Bestu deildinni í Breiðholti fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  4 Keflavík

Kári var ekki beint nafn á allra vörum í Lengjudeildinni í vor og fór hægt af stað með liði Keflavíkur. Hann hefur þó svo sannarlega verið að springa út að undanförnu og verið lykilmaður í liðinu og áhlaupi þess að sæti í Bestu deildinni að undanförnu. Hvað breyttist hjá honum í sumar?

„Ég byrja á að setja fótboltann númer 1,2 og 3. Næ mér af meiðslum svo voru mér erfið í einhverja 6-7 mánuði. Fókusinn fór því algjörlega á fótboltann og liðið og það er bara að sýna sig núna.“

Keflavík á síðari leikinn í þessu einvígi gegn ÍR eftir á heimavelli næstkomandi sunnudag. Verður ekkert erfitt fyrir leikmenn hugarfarslega séð að gíra sig upp í þá viðureign verandi með 4-1 forskot?

„Það er bara 0-0 í seinni leiknum. Við ætlum bara að vinna þann leik ÍR er með flott lið og ef við erum á hælunum þá refsa þeir okkur fyrir það. Það líka sást í dag í stöðunni 3-0 þar sem þeir skora og komast í 3-1 og eru bara nálægt því að komast í 3-2.“

Mæting áhorfenda hefur ekki verið mikil í Keflavík í sumar ef frá er talið leikurinn gegn Njarðvík í deild og Val í bikar. Gerir Kári og aðrir leikmenn líka ekki kröfu á Keflvíkinga að fjölmenna á völlinn á sunnudag?

„Jú ég hugsa að ég geti hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér í það og auglýsa þetta almennilega. Þá hljótum við að ná 1000 manns. “

Það verður fróðlegt að fylgjast með tiktok reikningi Kára á næstu dögum en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner