Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. október 2020 14:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Jafntefli hjá erkifjendunum
Brighton jafnaði í uppbótartíma.
Brighton jafnaði í uppbótartíma.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha skoraði mark Palace.
Wilfried Zaha skoraði mark Palace.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 1 - 1 Brighton
1-0 Wilfred Zaha ('19 , víti)
1-1 Alexis MacAllister ('90 )
Rautt spjald: Lewis Dunk, Brighton ('90)

Niðurstaðan var jafntefli þegar erkifjendurnir Crystal Palace og Brighton áttust við í ensku úrvalsdeildinni.

Tariq Lamptey, sem hefur farið með himinskautum í upphafi tímabils, fékk dæmda á sig vítaspyrnu snemma leiks þegar hann togaði Michy Batshuayi niður innan teigs. Wilfried Zaha fór á punktinn og skoraði. Batshuayi var ekki mikið að reyna að standa í fæturnar, en vítið var dæmt.

Markið kom gegn gangi leiksins en það er ekki spurt að því. Staðan í hálfleik var 1-0.

Batshuayi skoraði snemma í síðari hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Það var mjög tæpt en VAR leyfir ekki minnsta svigrúm.

Brighton var mikið sterkari aðilinn í leiknum en Palace virtist ætla að landa sigrinum. Þannig var staðan alveg fram í uppbótartíma en þá jafnaði Alexis MacAllister fyrir gestina í Brighton.

Lewis Dunk, fyrirliði Brighton, fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir ljóta tæklingu en Palace fékk ekki mikinn tíma til að nýta sér liðsmuninn.

Lokatölur 1-1 og bæði lið fá eitt stig. Crystal Palace er með sjö stig í 12. sæti og Brighton er með fjögur stig í 16. sæti.

Önnur úrslit:
England: Sheffield United og Fulham tóku sitt fyrsta stig

Klukkan 15:30 hefst leikur Tottenham og West Ham. Smelltu hér til að skoða byrjunarlið.
Athugasemdir
banner
banner