Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
   fös 18. nóvember 2022 10:00
Elvar Geir Magnússon
Herþotur fylgdu pólska liðinu til Katar
Pólska landsliðið fékk fylgd frá F-16 herþotum þegar liðið flaug til Katar þar sem það keppir á HM 2022.

Staðan í heimsmálunum er ótryggt og fékk pólska liðið sérstaka fylgd af öryggismálum. Tveir létust innan pólskrar landhelgi í vikunni vegna stríðs Rússa gegn Úkraínu.

Robert Lewandowski og félagar í pólska landsliðinu eru í C-riðli á HM ásamt Argentínu, Sádi-Arabíu og Mexíkó. Liðið mætir því mexíkóska í fyrsta leik sínum þann 22. nóvember.



Athugasemdir
banner