Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 19. janúar 2020 15:05
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Mallorca skellti Valencia - Joaquin óstöðvandi
Budimir skoraði tvennu gegn Valencia.
Budimir skoraði tvennu gegn Valencia.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn þaulreyndi Joaquin er kominn með sex mörk í síðustu sjö deildarleikjum.
Kantmaðurinn þaulreyndi Joaquin er kominn með sex mörk í síðustu sjö deildarleikjum.
Mynd: Getty Images
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í spænska boltanum og koma lokatölurnar nokkuð á óvart.

Nýliðar Mallorca höfðu betur gegn Valencia í fyrsta leik dagsins. Sigurinn var ekki naumur, heldur skoruðu heimamenn fjögur mörk gegn einu marki gestanna.

Staðan var 3-0 í hálfleik og fékk Dani Parejo rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Tíu leikmönnum Valencia tókst ekki að vinna upp muninn.

Stigin eru lífsnauðsynleg fyrir Mallorca sem er komið úr fallsæti og er með 18 stig eftir 20 umferðir. Valencia er í Evrópubaráttunni með 31 stig.

Mallorca 4 - 1 Valencia
1-0 Antonio Raillo ('7)
2-0 Ante Budimir ('22)
3-0 Ante Budimir ('41)
4-0 Daniel Rodriguez ('79)
4-1 Ferran Torres ('82)
Rautt spjald: Daniel Parejo, Valencia ('51)

Real Sociedad er jafnt Valencia á stigum og var skellt af Real Betis í öðrum leik dagsins.

Heimamenn í Betis voru talsvert beittari og verðskulduðu sigurinn. Borja Iglesias skoraði fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu og tvöfaldaði hinn 38 ára gamli Joaquin metin rétt fyrir leikhlé.

Betis lokaði sig í vörn í síðari hálfleik og gekk það skipulag eins og í draumi. Sociedad náði ekki skoti á rammann og Sergio Canales var mættur til að tryggja heimamönnum sigur með marki eftir skyndisókn í uppbótartíma.

Betis er fjórum stigum frá Sociedad, sem vermir síðasta Evrópusætið.

Real Betis 3 - 0 Real Sociedad
1-0 Borja Iglesias ('27)
2-0 Joaquin ('44)
3-0 Sergio Canales ('95)
Athugasemdir
banner
banner
banner