Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fim 19. mars 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki slæmt að hafa nafnið á þessum meistara og kæra vin á mér að eilífu"
Mynd: Alfons
Alfons Sampsted rifjaði upp skemmtilegt atvik þegar hann sagði frá 'Hinni hliðinni' sinni í dag.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: „Arnór Gauti, leikmaður Fylkis, sagði frá þessu á sínum tíma, en við gerðum veðmál að ef að ég myndi skora í næsta leik, sem var með U21 gegn Georgíu, þá myndi hann tattooa nafnið mitt á sig. En til að gera langa sögu stutta þá átti hann þessa dýrindis sendingu á fjær stöngina þar sem ég var mættur og skoraði," sagði Alfons.

Fyrir tæpum þremur árum sagði Arnór þessa sögu og hér er hans frásögn; „Þegar við vorum í Georgíu með U21 þá var Alfons Sampsted vinur minn eitthvað að tala um að hann skori svo sjaldan mörk í leikjum. Ég hét á hann að ef hann myndi skora á móti Georgíu þá myndi ég fá mér tattoo með nafninu hans."

„Og viti menn hann skoraði gullfallegt mark eftir stoðsendingu frá mér. Ef videoið af markinu er skoðað sést að ég tek um höfðuðið á mér þegar hann setur hann, ég fattaði strax hvað ég var búin að koma mér útí og að sjálfsögðu mun ég standa við þetta loforð,"
sagði Arnór Gauti.

Flúrið komið til að vera
Fréttaritari ákvað að heyra í Arnóri og spyrja hann nánar út í húðflúrið. Fréttaritari spurði hann út í flúrið fræga en Arnór var ekki alveg viss um hvað af flúrunum það væri, þau væru orðin svo mörg.

Arnór sagði að aðeins eitt annað væri fótboltatengt og má sjá mynd af því hér neðst í fréttinni. En hefur húðflúrið A. Sampsted dregið einhvern dilk á eftir sér?

„Nei þetta er bara skemmtileg minning sem hefur fengið góð viðbrögð og jákvæða athygli, ekki bara að ég lagði upp markið hans Alfonsar heldur skoraði ég mín fyrstu tvö landsliðsmörk, stend við mín loforð! Ekki slæmt að hafa nafnið á þessum meistara og kæra vin á mér að eilífu," sagði Arnór við Fótbolta.net.

Myndskeið af stoðsendingunni og markinu má sjá efst í spilaranum.

Kemur til greina að fela þetta flúr? „Ekki séns, myndi aldrei detta það i hug! Þetta flúr er komið til að vera!"

Sjá einnig:
Hin hliðin - Alfons Sampsted (Bodö/Glimt)
Hin hliðin - Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Athugasemdir
banner
banner
banner