Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 19. mars 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki slæmt að hafa nafnið á þessum meistara og kæra vin á mér að eilífu"
Mynd: Alfons
Alfons Sampsted rifjaði upp skemmtilegt atvik þegar hann sagði frá 'Hinni hliðinni' sinni í dag.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: „Arnór Gauti, leikmaður Fylkis, sagði frá þessu á sínum tíma, en við gerðum veðmál að ef að ég myndi skora í næsta leik, sem var með U21 gegn Georgíu, þá myndi hann tattooa nafnið mitt á sig. En til að gera langa sögu stutta þá átti hann þessa dýrindis sendingu á fjær stöngina þar sem ég var mættur og skoraði," sagði Alfons.

Fyrir tæpum þremur árum sagði Arnór þessa sögu og hér er hans frásögn; „Þegar við vorum í Georgíu með U21 þá var Alfons Sampsted vinur minn eitthvað að tala um að hann skori svo sjaldan mörk í leikjum. Ég hét á hann að ef hann myndi skora á móti Georgíu þá myndi ég fá mér tattoo með nafninu hans."

„Og viti menn hann skoraði gullfallegt mark eftir stoðsendingu frá mér. Ef videoið af markinu er skoðað sést að ég tek um höfðuðið á mér þegar hann setur hann, ég fattaði strax hvað ég var búin að koma mér útí og að sjálfsögðu mun ég standa við þetta loforð,"
sagði Arnór Gauti.

Flúrið komið til að vera
Fréttaritari ákvað að heyra í Arnóri og spyrja hann nánar út í húðflúrið. Fréttaritari spurði hann út í flúrið fræga en Arnór var ekki alveg viss um hvað af flúrunum það væri, þau væru orðin svo mörg.

Arnór sagði að aðeins eitt annað væri fótboltatengt og má sjá mynd af því hér neðst í fréttinni. En hefur húðflúrið A. Sampsted dregið einhvern dilk á eftir sér?

„Nei þetta er bara skemmtileg minning sem hefur fengið góð viðbrögð og jákvæða athygli, ekki bara að ég lagði upp markið hans Alfonsar heldur skoraði ég mín fyrstu tvö landsliðsmörk, stend við mín loforð! Ekki slæmt að hafa nafnið á þessum meistara og kæra vin á mér að eilífu," sagði Arnór við Fótbolta.net.

Myndskeið af stoðsendingunni og markinu má sjá efst í spilaranum.

Kemur til greina að fela þetta flúr? „Ekki séns, myndi aldrei detta það i hug! Þetta flúr er komið til að vera!"

Sjá einnig:
Hin hliðin - Alfons Sampsted (Bodö/Glimt)
Hin hliðin - Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV)
Athugasemdir