Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 19. mars 2023 15:53
Aksentije Milisic
England: Auðveldur sigur Arsenal - Átta stiga forskot
Þessir tveir skoruðu.
Þessir tveir skoruðu.
Mynd: Getty Images
Schlupp klóraði í bakkann fræga.
Schlupp klóraði í bakkann fræga.
Mynd: Getty Images

Arsenal 4 - 1 Crystal Palace
1-0 Gabriel Martinelli ('28 )
2-0 Bukayo Saka ('43 )
3-0 Granit Xhaka ('55 )
3-1 Jeffrey Schlupp ('63 )
4-1 Bukayo Saka ('74 )


Arsenal og Crystal Palace áttust við í ensku úrvalsdeildinni í dag og átti toppliðið ekki í neinum vandræðum með gestina. Crystal Palace hefur nú spilað þrettán leiki á þessu ári og ekki unnið einn einasta.

Gestirnir byrjuðu þó ágætlega og sóttu aðeins. Wilfried Zaha var óheppinn að skora ekki en skot hans hafnaði í stönginni. Arsenal vann sig inn í leikinn og tók hægt og rólega yfir.

Gabriel Martinelli kom Skyttunum yfir á 28. mínútu með föstu skoti í fjærhornið. Hann fékk fyrirgjöf frá Bukayo Saka og fór hann auðveldlega framhjá varnarmanni Palace áður en hann skoraði. Saka tvöfaldaði forystuna með marki rétt fyrir leikhlé en hann setti þá boltann þægilega í fjærhornið af stuttu færi.

Granit Xhaka kom Arsenal í þriggja marka forystu með marki á 55. mínútu en Jeffrey Schlupp náði að klóra í bakkann fyrir gestina með marki í kjölfar hornspyrnu. Sumir vildu meina að hann hafi handleikið knöttinn í aðdragandanum en ekkert var dæmt.

Zaha fékk gott færi til að gera leik úr þessu stuttu síðar en skotið hans fór framhjá fjærstönginni. Stuttu síðar fór Arsenal í sókn og þar fékk Saka sendingu frá Kieran Tierney sem hann kláraði vel.

Góður og auðveldur sigur staðreynd hjá Arsenal sem svaraði vel eftir að hafa dottið úr keppni í Evrópudeildinni á fimmtudeginum síðasta. Liðið er nú með átta stiga forskot á toppi deildarinnar en Manchester City á einn leik til góða.

Crystal Palace er þremur stigum frá fallsæti.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner