Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 19. ágúst 2014 21:32
Ingunn Hallgrímsdóttir
Gunnlaugur Jónsson: Dálítið furðulegur leikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA í fyrstu deild karla, var að vonum ánægður með 5-2 sigur liðsins á Tindastól í kvöld.

ÍA vann Tindastól með fimm mörkum gegn tveimur. Andri Adolphsson og Garðar Bergmann Gunnlaugsson skoruðu báðir tvö mörk en Hallur Flosason gerði hitt markið.

,,Tilfinningin er að sjálfsögðu góð, góð þrjú stig en dálítið furðulegur leikur. Við fengum urmul af færum í þessum leik og áttum að gera fleiri mörk," sagði Gunnlaugur við Fótbolta.net í kvöld.

,,Maður er dálítið súr að fá á okkur þessi tvö mörk undir lokin. Það var reyndar lítið hægt að gera við fyrra markinu sem var frábært en seinna markið úr horni eigum við ekki að fá gegn okkur."

,,Það voru margir góðir punktar og ég er ánægður með þessi þrjú stig,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner